Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Page 106
Só
dó á fjórSa ári, svo börnin, er lifðu,' voru aðeins tvö. Að þessum sjö
árum liðnum fluttu þau inn að Syðra-Laugalndi á Staðarbygð í Eyja-
firði árið 1865. Tíu árum síðar (1875) fór sonur þeirra, Friðrik, til
Ameríku, en þau sjálf ári síðar. Fylgdust þau með innflytjendahópn-
um mikla til Nýja Islands (1876) og voru þar á þriðja ár. |>aðan fóru
þau vorið 1879 suður til Dakota og námu land fyrir sunnan Garðar,
eins og sagt hefir verið í landnámssögunni hér að framan.
Haustið 1883 urðu þau fyrir þeirri sorg að missa dóttur sína, Val-
gerði, sem gift var Magnúsi Stefánssyni, bróðursyni Ólafs Ólafssonar
frá Espihóli. Var þá sá, er þetta ritar, við guðfræðisnám í Noregi.
þegar hann fór að eiga með sig sjálfur, fluttu foreldrar hans til hans
og voru hjá honum síðan. |>ar lézt Jón Bergmann 26. nóv. igoo og
var þá 67 ára gamall.
* * *
Eg veit ekki um nokkurn mann, er þekti föður minn sáluga vel, og
ekki þótti vænt um hann. f>egar eg var á ferð í Evjafirði 1884 hitti#
eg þar gamla menn, er ekki máttu óviknandi á hann minnast. þegar
eg kom til Milwaukce í fyrsta sinni, rétt kominn heiman frá ísland
ít875), var eg boðinn velkominn þangað af einum velmetnum sveit-
unga okkar, og um leið og hann sagði heilum hópi Islendinga, er þar
voru saman komnir í húsi hans, hver eg væri, bætti hann um leið við,
að eg væri sonur eins hins bezta manns, er hann hefði þekt. Aldrei
hefir mér vænna þótt um neitt, er við mig hefir verið sagt, og því
minnist eg þess hér. Honum var svo ant um að gjöra rétt í viðskift-
um, að hann vildi ávalt heldur skaðast sjálfur, en gjöra ekki þann á-
nægðan, er hann skifti við. Hann las alt, er út kom á íslenzku, og
hafði ágætan skilning á því öllu. Engan leikmann heyrði eg dæma
um sálmabókina nýju áf eins mikilli þekkingu og smekkvísi og hann,
enda hafði hann bezta vit á skáldskap og var sjálfur vel hagorður. A
yngri árum skrifaði hann löng og ljómandi skemtileg bréf vinum sín-
um. Man eg þá vel, aö eg stóð við öxl hans og las orðin jafnóðum og
þau flutu úr pennanum, eins og börnum er tamt. Dáðist eg þá aðþví,
hve vel og liaglega hann kom orðum að hugsunum sínum og hjá hon-
um fekk eg fvrst hugmynd um þann þýðleika, er málið þarf að hafa,
til þess það komist inn að hjarta lesandans. Ivristindóminum unni
hann af hjarta. En í safnaðarmálum dróg hann sig algjörlega í hlé
eftir að eg gjörðist prestur ; hann hélt, að það kynni að spilla fyrir á
einhvern hátt, ef hann léti þar nokkuð til sinna kasta koma. Hann
var i daglegri framkomu manna stiltastur og gætnastur. En hann átti
þó mjög viðkvæma og bráða lund, er hann mun hafa átt í miklu stríði
við. I þau tólf ár, er við vorum saman, man eg aldrei eftir, að hann