Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Síða 112
92
Helstu viðburðir og mannalát meðal
lslendinga í Vesturheimi.
A öndverSu árinu 1901, var Thomas H. Johnson, lögmaður í
Winnipeg, skipaður af Dominion-stjórninni manntalsstjóri fyrir Mani- .
toba-fylki, meðan hið almenna manntal stóð yfir.
25.—30. júní 1901 var 17. ársþing hÍNs ev. lút. kirkjufélags ís-
lendinga í Vesturheimi haldið í kirkju Gimli-safnaðar í Manitoba.
I ágúst 1901 byrjaði blaðið ,,Dagskrá II. “ að koma út í Winnipeg.
Ritstjóri Sig. Júl. Jóhannesson, Cand. Phil.
Með október 1901 var byrjuð kensla í íslenskri t ungu og íslensk-
um bókmentum við Wesley College í Winnipeg, að tilhlutun hins ev.
lút. kirkjufélags Isl. í Vesturheimi, og var séra Friðrik J. Bergmann,
sem kjörinn var til þess starfs á kirkjuþingi, sama ár, settur kennari
(prófessor) í þeim kenslugreinum. Auk þeirra námsgreina kennir
hann þar latínu fyrst um sinn. Sextán íslenskir nemendur hafa sótt
um inntöku á þann skóla þegar þetta er skrifað.
A árinu igoi voru tvö íslensk verslunarhús úr steini bygð hér í
álfu. Annað þeirra hefir bygt verslunarfélagið O. G. Anderson Co.
[Ólafur Guðni Arngrímsson og bróðir hans, Sigurjón, frá Búastöð-
um í Vopnafirði og Sigurður Vigfússon, Andréssonar, frá Gestreið-
arstöðum í N.-Múlasýslu], í Minneota, Minn. , og er það lang-stærst
og prýðilegast verslunarhús í þeim bæ. — Hina stórbygginguna
hefir látið reisa, Gísli Ólafsson, hveitikaupmaður í Winnipeg
(þingeyingur). Sú bygging er ein með stærstu og tígulegustu versl-
unarhúsum í borginni, og er nefnd Olafson Block.
MANNALÁT.
SEPTEMBER 1900 : ' j
21. Kristín Erlendsdóttir, kona Sigurðar Grímssonar bónda í Alberta-
nýlendunni (frá Breiðabólstað á Alftanesi), 40 ára.
NÓVEMBER 1900 :
6. Guðjón Haldórsson að Garðar (frá Granastöðum í Kinn í Ljósa-
yatnshrepp), 80 ára.