Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Blaðsíða 62
34
Ólafur s. tmorgeirsson :
svo hér var býsna mlklu fé til kostað eftir ástæðum. Var
alls konar varning'i hlaðið á barðana, en g’ufubáiurinn
látinn drag'a.
Veturinn 1S81 tóku þeir félagar, Sigtryggur og Frið-
jón, að koma upp sögunarmylnu, sem kostaði um 12000
dali. Tóku þeir þáí félag með sér þýzk-amerískan mann,
Osenbrugge að nafni. Söguðu þeir á sumrum eina til
tvær miljónir feta af algengum efnivið. Urðu þeir að
leggja meira og meira fé í fyrirtækið, eftir því sem þeir
höfðu meira um sig.
Svo skiftu þeir félagar störfum með sér, að Sig-
tryggur stóð fyrir bátsferðum öllum og flutningum og
varð því skipstjóri. Enda hefir hann fram að síðustu tíð
verið af flestum nefndur „kapteinn Jónasson“. Friðjón
stýrði aftur mylnunni og sagði fyrir verkum heima við.
Framan af var fyrirtækjum þessum haldið út án þess
félagsskapurinn væri lögum bundinn.
En árið 1890 var myndað reglulegt hlutafélag lög-
bundið, sem þó að eins 7 menn voru í. Þurfti það nú á
stærra gufuskipi að halda. Þá réðst félag þetta í að láta
nýtt gufuskip gjöra, eitt hið stærsta, sem verið hafði á
vatninu. Nefndu þeir það ,,Aurora“ eftir dóttur Friðjóns,
sem nú er frú T. H. Johnson í Winnipeg. Kostaði það
ekki minna en 22 þúsundir dala. Áður höfðu þeir félag-
ar orðið að taka gufubát á leigu auk bátsins, er þeir áttu
sjálfir.
Sumarið 1881 flutti Sigtryggur ásamt konu sinni frá
Ný'ja íslandi og hafa þau ekki átt þar heima síðan. Sett-
ust þau fyrst að í Winnipeg og voru þar þangað til árið
eftir (1882). Þá fluttust þau til Selkirk og voru þar
þangað til haustið 1887, að þau tóku sér bólfestu í Winni-
peg, þar sem heimili þeirra hefir síðan ávalt verið.
Félagið, er Sigtryggur Jónasson hafði lagt svo mikla