Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Blaðsíða 80
52
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
legt til að koma hinum miklu fyrirtækjum heimsins í
framkvæmd, ekki síSur í framtíöinni en að undanförnu.
Hann hefir haft eigin reynslu fyrir sér í þessu efni. Hann
er orðinn miljónaeigandi sjálfur, og hefir þúsundir manna
í þjónustu sinni við ýmisle^t, er lýtur aö tilraunum til
nýrra uppgötvana. Hann ver öllum auö sínum og kröft-
um í þjónusu vísindanna og meöbræöra sinna. Ef hann
hefði altaf verið fátækur maöur, þá hefði hann ekki getað
afkastað eins miklu í þarfir mannkynsins og hann hefir
gjört. Fæstir hafa nokkura hugmynd um,hve mikið sum-
ar tilraunir hans hafa kostað. Þannig var það t. d. þeg-
ar hann var að fullkomna áður nefnt incandescent rafijós
sitt, að alt ætlaði að stranda á því að geta ekki fengið
carbon filament (nokkurskonar viðarkolaræniur) er væri
nógu haldgott til að þola hina nauðsynlegu skiftingu Ijós-
anna; þá sendi hann menn í allar heimsálfur,til að leita að
hinum rétta bambus-við til að fá úr efni það er vantaði,og
týndist sá af leitarmönnum er fór upp Amazon-fijótið í
Suður-Ameríku. En Edison álítur að landstjórnin geti
hamlað því, að auðmenn — einstaklingar og félög — mis-
brúki auðsafn sitt til að sprengja upp það, er almenn-
ingur þarf að brúka.
Skoðun Edisons á verkamanna-félagsskapnum er sú,
að hann gæti orðið til að hefja meðlimina upp, ef félögin
ekki fylgdu þeirri reglu að draga beztu meðlimina niður
á sömu tröppu og hinir lélegustu standa á. ,,Vandræðin
eru“, segir Edison, ,,að verkamanna-félögin hafa ekki
hina beztu ntenn sína fyrir framan unt mál sín, eins og
verkgefendur gjöra;þau gangaöft fram hjá vitrustu mönn-
uni sínum, en hafa mestu vindbelgina fyrir leiðtoga“.
Sigtr. Jónasson.