Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Blaðsíða 98
70
ÓLAFUR s. thorgfirsson:
sem annars rnyndi vinna ætlunarverk sitt meö hangandi
hendi eöa hálf-sofandi.
Um iþessar mundir tók önnur hreyfing náskyld aö
gjöra vart viö sig. En þ.aö var sú hreyfing, sem kend
er við Únítara. Gamall maöur, Björn Pétursson a'ö
nafni, maöur vel aö sér gjör bæöi til líkama og
sálar, er eitt sinn haföi veriö alþingismaöur á íslandi
og ekki átt nema eitt ár eftir til aö taka burtfararpróf
úr skóla, gjöröist um þetta leyti trúboöi þeirrar kirkju-
deildar, sem Únítarafélag nefnist. Átti hann um þess-
ar mundir dálíti'ð í höggi viö kirkjufélagið og hélt eig-
inlega fram þeirri skynsemistrú, sem lengi haföi þekt
verið á íslandi. Aldrei gjöröi hann þaö meö neinum
ákafa eða hita og ávalt bar hann jafn-hlýjan hug til
andstæðinga sinna, hvaö mikill sem meiningamunurinn
var. Enda varö hann fyrir hinu sama hjá þeirn. Mun
síöar veröa frekari grein gjör fyrir starfsemi hans og
Útnítarafélagsskaparins með íslendingum.
Alt þetta varö til þess áð auðga andlegt líf um
þessar mundir og vlekja það upp úr því logmuóki, sem
hætt er viö, aö það annars heföi verið í. Það var mikiö
um trúarbrögð rætt og hugsað. Og eftir þvi sem fleiri
urðu öflin þeim fremur andvíg, læröu þeir sem leggja
vildu rækt vi'ð trú sína, betur aö gjöra sér grein fyrir
lienni og íþeim rökum, sem hún hiefir við aö styðjast.
Af öðrum félagsskap meö íslendingum bar nú
einna mest á Goodtemplara-félagsskapnum, sem nú var
nýrisinn hér upp. Verður sérstakur kafli ritaður uim
upptök hans, vöxt og viðgang með íslendingum í Winni-
peg. - Um áramótin 1888—9 telst svo til, aö 300 manns
liafi gengið í þann félagsskap. Áhrifin vo;ru hin beztu.
Drykkjuskapur, sem áður haföi veri'ð tölúverður, varö
nálega enginn.
íslendingafélagiS var fremur aögjöröalítiö ulm
þessar mundir. Sanit hafði þaö lielzt til meöferðar aö-