Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Blaðsíða 97
ALMANAK 1907
69
ingar gæti safnast saman í og gefiö sig við öllum þeim
máfum, er íslendinga snerti.
Þeir, sem skilning höftSu glöggastan í Joessu efni,
héldu ijþiví fram frá byrjan, a8 liuest væri um aö gjöra,
þegar félagsskapur væri mynda'ður, aS gjöra sér ljósa
hugmynd og greinilega um ætlunarverkiS. Félagsskap-
ur væri svo sem aS sjálfsögSu góSur samkvæmt hug-
myndinni. En hann mætti aldrei vera í lausu lofti,
aldrei stefna út í bláinn, heldur hafa einhvern ákveSinn
stein aS lyfta úr götu.
Þjóðmeinlingarfélag var myndaS í Winnipeg í jan-
úarmánuSi 1888 fyrir forgöngu Frimanns B. Anderson.
Átti þaS aS vera alls herjar félag íslendinga í vestur-
álfu og hafa me'ð höndum öll velferSarmál þjóSar vorr-
ar. Framkvæmdir mun þaS aldrei hafa haft svo sem
neinar, enda kendi þar of mjög þess að hafa ekki gjört
sér ljóst, livert erindiS eiginlega var, áSur riSiS væri úr
garSi.
Menningarfélag svo nefnt var myndaS sama áriS
fi888J suSur í Dakota og gerSi m-est vart vi'S sig í
Winnipeg meS deilu, sem þaS lenti i við kirkjufélagiS.
Var hún aS mestu leyti háS af forseta kirkjufélagsins
bæSi í Sameimnguimi og Lögbergi vi'ð ýmsa; helztu
menn í þessu álenningarfélagi út af stefnuskrá þess.
Þótti hún nokkuS andvíg kirkju og kristindómi og var
svo litiS á af mörgum, sem félag þetta væri stofnsett til
aS hnekkja vexti og viðgangi kirkjufélagsins. En ó-
harflega mikiS var úr þessu gjört eins og gengur og
bætían eigi nærri því eins mikil og menn gjörSu sér í
hugarlund. En á hinn bóginn varS þetta til þess að
vekja ýmsa áhugam-enn um mál kirkjunnar til þess aS
vera vakandi og liggja ekki á liSi sínu. Mótspyrnan
fellur mönnum oftast ekki í geS. Samt verður hún oft
og tíSúm nauSsynlegur spori til aS knýja þaS áfram,
. 4