Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1907, Blaðsíða 73
ALMANAK 1907.
45
leyti kastar nýju ljósi á Edison, ekki einasta sem vísinda-
mann og uppfundningamann, heldur sem mann og borg-
ara í Bandaríkjunum. Höfundur ritgjörðarinnar (Mr.
Creelmann) heimsótti Mr. Edison í sumar er leiö, og tek-
ur upp í ritgjörðina langar klausur, sem hann þykist hafa
orðréttar eftir honum,við það tækifæri. Ritgjörðin er alt of
löng til að þýða hana og prenta alla í Almanakinu,svo eg
drep hér að eins á nokkur atriði hennar, í von um að
mörgum lesendum Almanaksins þyki nokkur fróðleikur í
aðlesaþann útdrátt. En að öðru leyti er ritgjörð þessi
um Edison frumsamin.
Edison fæddist í smáþorpi einu í Ohio-ríkinu árið
1847, og er því nú nær sextugur að aldri. Faðir hans
var af hollenzkum ættum, en móðir hans af skozkum.
011 skólamentan, er hann fekk á æfinni, var sú, að hann
gekk tæpar 8 vikur á alþýðu-barnaskóla í æsku. En hann
var fjarskalega hneigðnr fyrir bóka-lestur, og móðir hans
uppfræddi hann þess utan alt sem hún gat. Hún dó
þegar Edison var 15 ára. Áður en hann var 12 ára gam-
all, hafði hann lesið verk Hume’s og Gibbon’s og margt
fleira. Hann var mjög gefinnfyrir efnafræði,og svoþyrstur
var hann í allan fróðleik, að hann hafði ásett sér að lesa
allar merkustu bækurnar í bókasafni Detroit-borgar, í
Michigan-ríki, efiir að hannfiuttist þangað sem unglingur.
Með þetta takmark fyrir augum hafði hann lesið Newton’s
Principia, Ure’s Dictionary vísindanna, og til smekkbæt-
is Burton’s Anatomy of Melancholy áður en hann gerðist
blaða- og bókasali á lestum Grand Trunk járnbrautar-
félagsins (canadiska) milli Detroit, Port Huron o. s. frv.
Þá fekk hann tækifæri til að lesa um margbreyttari efni.
En fíkn hans í efnafræði loddi við hann, svo hann fór að
gjöra efnafræðislegar tilraunir í tómum vagni í einni lest-
inni. Þá tókst svo illa til, að krukka með sýru í sprakk