Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 29
ALMANAK 1917
23
að fara í felur, og að líkindum langt þar til er hún
dirfist að sýna sig aftur.
Fyrir því er gott að halda því á lofti, að velferð
mannkynsins er sameiginleg velferð þjóðanna, að
engin þeirra má án annara vera. Hver þessara stór-
þjóða á mikinn sjóð mannkosta í fari sínu, sem bezt
hafa þrifist með henni og hinar þui*fa að þekkja og
tileinka sér. pjóðverjar eiga marga slíka ágæta
kosti í fari sínu, sem þeir eiga nú það að þakka, hve
vel þeim hefir gengið og hve marga örðugleika þeir
hafa bugað. peir eru allra manna mestir grúskar-
ar. Grúskþoli þeirra er við brugðið. Stöðugt eru
þeir að grafa eftir meiri fróðleik. f þeim efnum er
þjóðarhugsjónin sú, að tína saman allan þann fróð-
leik,' sem unt er að afla sér, í sambandi við hvert
einstakt atriði. pað kemur þeim að góðu haldi.
Sökum fróðleiks og rannsókna hafa þeir orðið kenn-
arar heimsins. En alkunnir eru þeir þá líka fyrir
það, að vera heimsins mestu smásmyglismenn.
pekkingin verður einatt að ryki í höndum þeirra.
peir bregða ítölum um að þeir hafi lélegan sitj-
anda,*) og telja sér það þá líka sjálfum til gildis,
hve duglegan þeir hafi sitjandann. Enda vita þeir
allra manna bezt, hvílíkt fádæma vald heill bunki af
innvitnunum hefir og eru allra manna þrautseig-
astir og þolnastir við að safna. En í þetta sinn
brást sitjandinn þeim. peir lögðu út í þetta stríð
af því þeir voru orðnir lúnir og sárir. Hve mikil
hamingja það hefði verið fyrir þá og heim allan, ef
sitjandinn hefði eigi í þetta skifti brugðist þeim og
þeir setið kyrrir við grúsk sitt og vísindamensku.
En auk þess að eiga rannsóknarþol og djúp-
hyggju á hærra sfigi en aðrar þjóðir, eiga þeir ann-
að þjóðemis-einkenni, sem hratt þeim upp af sitj-
*) Die Italiener iiaben kein Sitzfleiscli.