Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 30
24
ÓL.AFUR S. THORGEIRSSON:
andanum. En það er hermenskan. Frá fyrstu upp-
tökum sögu sinnar eru þeir hermenn með afbrigð-
um. Og hermenskuna hafa þeir lagt meiri rækt
við og varðveitt betur frá því á hermenskuöld mann-
kynsins, en nokkur Norðurálfu þjóð Önnur. Enda
hafa þeir lifað á ránum og gripdeildum, unz Prúss-
ar, sem raestur hermensku hugur er í, bera ægis-
hjálm yfir pjóðverjum öllum og hafa bæði tögl og
hagldir í stjórnmálum. Hrottar í orði og hrottar á
borði eru þeir með afbrigðum.*) Hermenskan hefir
það í för með sér. Fyrir húsbóndanum og heimilis-
föðumum skjálfa menn; og þó einkum embættis-
manninum. Hrottaskapur einkennir alla, sem yfir
eitthvað eru settir, þó undantekningar sé vitanlega
margar. Að stjórna og ógna er eitt í huga þeirra,
frá lægsta valdsmanni til hins efsta. pað er runnið
þeim í blóðið frá hermenskunni.
pá er löghlýðnin eigi síður einkenni pjóðverja.
Hrottaskap yfirboðara sinna, hvort heldur húsbónd-
ans eða foringjans, þola þeir möglunarlaust. Vita,
sem er, að innan undir þessari hraunskorpu getur
verið mikil viðkvæmni og göfuglyndi. Enda á yf-
irboðari að vita, og hinir að gegna. Hans er að
skipa, mitt að hlýða. Engin stjórn á eins þæga þjóð
við að eiga og hin þýzka. Jafnaðarmenn voru að
færa sig upp á skaftið ofurlítið og eru fjölmennur
flokkur á þingi. pað er þess vert að muna, að við
alls herjar kosningar á pýzkalandi 1912 greiddu
fjórar miljónir og einn fjórði kjósenda, — eða 35 af
hundraði allra kjósenda—atkvæði með flokki jafn-
aðarmanna. f þeim hópi var fjöldi óánægðra
manna, sem illa undu stjórnarháttum. Á pýzka-
landi er engin önnur leið fær til þess að láta í
*) Jafnvel Lúter re'it tveim árum fyrir dauSa sinn gegn
“páfa-asnanum, meS löngu asaneyrun og bannsettan lyga-
lc.iaftinn.”