Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Qupperneq 33
ALMANAK 1917
27
er óttast er um, að bera kunni hærra hlut frá borði.
Frændur eru frændum verstir, segir máltækið.
En það er satt einungis þá, er hatrið losnar af bási
og fær að leika lausum hala. Margt er ólíkt með
pjóðverjum og Englendingum, þó skyldir sé. pað
er alt annar bragur á lífinu og svipur á Englandi en
á pýzkalandi. peir hafa töluvert ólíka hugmynd
um manninn. Miðaldahöfðinginn, ægilegur útlits,
hertoginn, sem öðrum stendur stuggur af í um-
gengni, ofurmennið, sem.alt er leyfilegt, af því hann
er ofurmenni, og allir skjálfa fyrir, af því enginn
veit hvað koma kunni næst, er enn að miklu leyti
hugsjón pjóðverja. Forfeður vorir kölluðu kon-
ung gram, sökum þess sjálfsagt, að fullir gremju
hafa þeir oft og tíðum verið, og grimmir um leið.
En svo var líka konungur nefndur mildingur, oft
vegna örlætis, en einkum sakir mildi og mannúðar.
Sú hugmynd um manninn hefir sezt að á Eng-
landi. peir mannkostir, sem gerðu manninn að
mildingi með forfeðrum vorum, einkenna þann, sem
Englendingar nefna gentleman. Að vera mildur og
gentle er eitt og hið sama—ljúfmenni.
“Nokurum árum áður en stríðið brauzt út, átti
pjóðverji tal við danskan mann suður í Rómaborg
um Englendinga. pjóðverjinn, sem var góður, gam-
all læknir, var uppblásinn af gremju: “pað er ein-
kennilegt, að það er eitt orð, sem einungis er unt
að segja á ensku; það er húmbúgg.” Danski maður-
inn svaraði. “pað getur verið. En það er nú samt
líka annað orð, sem einungis er unt að segja á
ensku: pað er gentleman.”*) Hugmynd Englend-
inga um manninn kemur fram í orðinu gentleman.
pað er mildin, sem á að einkenna sannan mann, ekki
gremjan né harkan. Enlendingar eru hægir menn
) Ammundsen: Krig, bls. 200.