Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 35
ALMANAK 1917
29
myndanna í Norðurálfu.”*) Sökum þess bíta Eng-
lendingar saman tönnum og segja: Við berjumst
meðan auðið er. peir berjast með líku hugarfari
og Rómverjar, þegar Hannibal sat um höfuðborg
þeirra. pá settu Rómverjar landið, þar sem her
Kartagó-manna hafði herbúðir sínar, á opinbert
uppboð, svo öllum mætti skiljast, að það skyldi ekki
ganga þeim úr greipum. Enda er þrautseigja Eng-
iendinga dæmafá. ítölsk blöð hafa að sögn hvað eft-
ir annað tekið fram: “England ber sigur úr býtum
einungis í einum bardaga, og það er sá síðasti.”**)
pjóðverjar eru vondir yfir, að Englendingar tali um
stríðið eins og einhvern leik eða sport, en taki það
ekki jafn-alvarlega og pjóðverjar. Viðureigninni
líkja Englendingar við nábúakrit. Nágrannarnir eru
Hans og Jón. Jóni kemur ekki sem bezt saman við
konuna sína (írland). pau eiga í stöðugu þjarki og
gera stundum allmikla háreysti. pá leggur Hans
eyrað við. Hann vill vita, hvað nágranna-pakkið er
að segja. Hann er argur yfir því, hve Jón er ríkur.
Hann hafi alt, en eigi ekkert skilið. Hans hafi ekk-
ert, en eigi alt skilið; hann sé svo mikill dánumað-
ur. pegar háreystin er sem mest og orðasennan
hvössust, þýtur Hans af stað og ætlar sér að sæta
lagi og ná í reyturnar. En hann kemst aldrei lengra
en á þröskuldinn. Alt í einu er alt dottið í dúna-
logn og þau hjón orðin alsátt, kerling farin að hjálpa
karli sínum og synirnir koma hlaupandi úr öllum
áttum, svo Hans verður að hverfa heim aftur við
svo búið og unir ver hag sínum eftir en áður. Jón
er eins og fyrirhyggjulítill 17 ára drengur, sem ekki
fæst til að lifa samkvæmt eilífum útreikningi.
*) Sir Joseph Campton-Rickett, M.P., The War, Tu-
day and To-morrow. Contemp. Rev. des. 1915, bls. 683.
**) England wins one battle only, and that is the last.
Cont. Rev., 1916, bls. eSV.