Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 36
30
ÓL.AFUR S. THORGEIRSSON:
Hans er maður kominn á fertugs aldur og þungur
af holdum. J?eir fara í kapphlaup og Hans þeytir
út úr sér mesta fári af kokhljóðum og segist víst
skula verða á undan þessum strák. En Jón hlær og
segir: þú verður sprunginn um það, Hans.*)
Eitt af lundareinkennum Engendinga er lotn-
ingin (reverence). peir hafa flestum dýpri lotn-
ingu fyrir gömlum siðvenjum og gamalli reynslu og
gömlum formálum. En oft leyfa þeir sér að hafa
formálann yfir í öðrum skilningi en forfeður þeirra.
Ef til vill er það þess vegna, sem þeim er svo oft
brugðið um hræsni. peir bera mikla lotningu fyrir
konungi sínum, en hún er alls annars eðlis en keis-
ara-dýrkanin þýzka. Á fundum og þingum bera
þeir ávalt mikla lotningu fyrir þeim, sem situr í
forsetastól. Slíkt forsæti skipar konungurinn.
Hann er “in the chair.”**) Konungurinn er gamall
formáli frá einveldistímum, sem blásið hefir verið í
lýðveldis-hugmyndum. Sökum þessarar miklu lotn-
ingar fyrir hinu liðna, eru þeir feikilega íhaldssam-
ir. peir vilja finna hendur liðna tímans halda um
sig, hvert sem þeir fara.
Um leið og lotningin einkennir lund þeirra,
verður hagsýninnar vart. Sú tegund skynseminn-
ar, sem þeir láta sér annast um og hafa í mestum
hávegum, er heilbrigð skynsemi—common sense.
Og heilbrigð skynsemi er umfram alt í huga Eng-
lendingsins “þau hyggindi, sem í hag koma.” Hann
kærir sig ekkert um, að vera neinn skýjaglópur, en
hefir miku fremur skömm á því. Lífið og tilveran
er honum ekki svo sérlega hulin ráðgáta, heldur
fólgið í dugnaði og starfsemi. Hann er féglöggur
*) The Secret of English Character.
**) Sbr. Ammundsen: Krig og krigsförende, bls. 100.