Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 40
34 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON
ugur af. Löven-bærinn hefir aldrei skilað honum
aftur miklu af þeirri landspildu, er hann áður fekk
að nota. Tekjur sínar hefir hann orðið að fá frá
örlátum/ vinum, sem hafa haldið honum við lýði.
Samt sem áður hefir honum tekist að fylla tölu
hinna helztu háskóla Norðurálfu. pegar ófriður-
inn skall á og brotist var inn yfir landið, voru þar
ekki færri en 3,000 nemendur og 125 kennarar.*)
Flokkadrættir allmiklir hafa átt sér stað með
þjóðinni. Er það ekki furða, þar sem þjóðernið er
svo sundurleitt. Og flokkarnir hafa legið í löngum
og þrálátum deilum. pegar er stríðið skall á, voru
æsingar miklar í landinu og kosningar fyrir hendi.
En er þeir sáu, að pjóðverjar ætluðu sér að troða
landið undir fót, rann þjóðin saman í eina órjúfan-
lega heild á fám klukkustundum, og margir spá, að
ef þeir lifi af hörmungar stríðsins, muni sú eining
haldast.
Katólskir í trú, en frjálslyndir í stjórnmálum
hafa Belgar lengi verið. Ávalt hefir þjóðin risið
upp eins og einn maður, þegar átt hefir að svifta
hana frelsi og sjálfstæði. “Hin skelfilegu harm-
kvæli, sem þetta fagra land verður að líða, þegar
þessi orð eru rituð, eiga fordæmi, að því skelfing-
arnar snertir, á voðatímum Alva hertoga.”**) Síð-
an árið 1830 hafa Belgar stjórnarskrá, sem viður-
kennir samvizkufrelsi, prentfrelsi kenningarfrelsi
og frelsi til að mynda alls konar félagssakp. Há-
skólinn í Löven hefir lengi verið helzti frelsisvörður
þjóðarinnar. Hann var grundvallaður á kenning-
arfrelsi og hefir haldið frelsishumyndunum sívak-
andi í huga hinna ungu námsmanna. prír aðrir
í:) Abbé Noel: The Soul of Helgium. Hibbert Journal
jan. 1915. bls. 238.
**) The Glory of Belgium, with Illustrations in Colour,
by W. L. Bruckmán. London, 1916 ,bls. 12.