Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 42
36
ÓL.AFUK S. THORGEIRSSON:
um ljósara og skarplegar. Lengi hefir það verið
sagt, að til þess þýzk hugsan geti orðið heiminum
skiljanleg og að fullum notum, verði hún fyrst að
fara gegn um heila hinnar frönsku þjóðar. En á
síðustu tímum hafa þjóðverjar tekið feiknamiklum
framförum í því að gera sig skiljanlega, eins og
öðru. Stílfimi Frakka eignast þeir þó seint. pessi
skýrleiks gáfa í hugsan og máli kemur þeim að góðu
haldi, þegar leysa skal úr ráðgátum og vandamál-
um. Frakland er land hinna óvæntu úrlausna.
Aldrei er unt að vita, hvað þar kann að verða uppi
á tening.
Hið spriklanda æskufjör þjóðarinnar, sem er of-
arlega í fari hennar, snýst oft í léttúð. Og léttúð-
in hefir ósjaldan orðið ofan á á alvarlegustu tíma-
mótum í sögu hennar. Með léttúð lögðu þeir út í
ófriðinn við pjóðverja 1870 og hrópuðu í barnsleg-
um gáska: á Berlin, — til Berlínar. Á örfáum vik-
um var hersveitum þeirra sundrað eða þær teknar
til fanga. Járnveggur þýzkra herdeilda umkringdi
París. pá steypti þjóðin sér mitt í örvæntingunni
út í stjórnarbylting og sópaði keisaradæminu buii;
eins og sorpi. Mitt í mótlætinu hló þjóðin að hrak-
förum sínum. pegar Bazaine gafst upp, var dreg-
ið dár að því á búlevörðunum og sagt: “Bazaine er
þá loksins búinn að ná saman við McMahon!”*)
Oft hafa þeir verið fífldjarfir. Stundum hefir það
orðið til falls, stundum til sigurs.
f sambandi við þessa léttúð standa eflaust ýms
afturfararmerki, §em mönnum hafa fundist aug-
l.iós í lífi hinnar frönsku þjóðar í síðustu tíð, og
þeir hafa allir harmað, er ant láta sér um velferð
hennar. f stjómmálum hefir hún verið reikul í
*) Bazaine a infin operé sa jonction avec Mac Mahoni—
Sbr. A. G. Gardiner: War Lords, 1915, bls. 107.