Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 44
38 ÓLiAFUK S. THORGEIKSSOX:
um guðfræðingi einum á Norðurlöndum (Söderblom)
svo orð: “Ef við leitum í nútíðinni að kristilegri
heimspeki....hugsan, sem náð hefir hámarki nú-
tímans, tekur fullkomið tillit til hinna siðferðilegu
og andlegu úrlausnarefna, sem kristindómurinn
fjallar um, ef spurt er, 'hvar slíkt hugsunarstarf sé
unnið með afli og nákvæmni, með alls konar fjöl-
breytni, af sjálfstæðum djúphyggjumönnum, þá
getur enginn efast um svarið: pað er í þeirri borg,
sem hin opinbera þýzka mótmælendatrú nefnir
Babýlon og sjálf kallar sig ljósborgina, París.”*)
pað er heimspeki nýrra frelsishugmynda, sem þeir
flytja Bergson og Boutroux, og leitt hefir nútíðar-
kynslóðina út úr kvíum ákvæðiskenninga og efnis-
hyggju.
Svo skellur stríðið á með öllum ógnunum þess.
Dag eftir dag færist voðinn nær og nær París. Yfir
stórfljótin Meuse og Sambre var vaðið eins og ekk-
ert væri. Vígin miklu við landamærin urðu að
engu. Öldur hersveitanna þýzku runnu yfir landið
án þess að unt væri að stöðva. pjóðin hafði trúað á
berinn og trúað á virkin og vonað að alt myndi
ganga vel. Nú sér hún, að ekkert ætlar að duga og
um lífið sjálft er að tefla. Skothríðin heyrist til
Parísar. úlanarnir þýzku sjást í skógunum fyrir
norðan borgina. Loftförin ei*u alls staðar á sveimi.
Stjórnin verður að flýja úr höfuðborginni. pá
hverfur léttúðin með öllu. Aldrei hefir hún eins
horfið áður, þegar líkt hefir verið ástatt. “Nú eru
Frakkar alvarlegasta þjóð Norðurálfu.”**) Nýr
sjálfsfórnar og sjálfsafneitunarandi hefir risið upp
með þjóðinni. Á þessari skelfilegu hættustund er
*) Ammundsen: Kr'ig, bls. 144.
**) A. G. Gardiner: The War Kords. bls. 108.