Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 46
4 0
ÓLAFUR S. THORGEI HSSON:
“rétt sé að því komin að sogast niður foræði hjátrú-
arinnar.” *)
pað er ekki neitt nýtt, að heyra talað um
Frakka sem guðlausa þjóð. Oft kunna þeir að hafa
gefið nokkurt tilefni til þess. í baráttunni, sem
ríkið hefir háð til að losast undan yfirráðum kirkj-
unnar, hefir fram komið mikið af þeirri offrekju,
sem er ofarlega í fari þjóðarinnar. En Frakkar eru
ekki eins trúlausir eins og þeir oft virðast. Til þess
er manneðli þeirra of ríkmannlega úr garði gert af
hálfu kærleiksríkrar forsjónar. Um leið og stríðið
brauzt út og alvaran gagntók þjóðina, opnuðust upp-
sprettulindir trúarinnar og hljóðlausar bænir stigu
yfir varir fjöldans. Katólska kirkjan tólc þegar frá
byrjan sterkan þátt í að vekja brennanda áhuga
með þjóðinni fyrir verndan föðurlandsins. Hún
hafði von um sigur og um viðreisn katólskrar kirkju
upp úr þeim sigri. Hún leitaðist við af alefli að
sannfæra hlutlausu löndin um, að þjóðin frakkneska
væri höfð algerlega fyrir rangri sök, þegar staðhæft
væri, að hún sé trúlaus þjóð. Trúboð katólskrar
kirkju í heiðingjaheiminum er að langmestu leyti
kostað frá Frakklandi. Og þar gerast Lourdes-
kraftaverkin, sem fræg eru um heim allan. Stund-
um var svo langt gengið að sýna fram á, að stríð
þetta væri í insta eðli trúarbragða stríð. pað væri
þýzk mótmælenda trú, sem nú hefði sagt frakk-
neskri páfatrú stríð á hendur og ætlaði miskunnar-
laust að ganga henni milli bols og höfuðs. Katólska
kirkjan á Frakklandi hefir í stríði þessu með furðu-
legum fórnarfúsleik og kærleika viljað sannfæra
þjóðina um, að án hennar má hún alls ekki vera.
*) Eftir Ammundsen: Krig, bls. 161.