Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 47
ALMANAK 1917
41
Um leið og stríðið skall á voru herprestar settir alls
staðar í frakkneska hernum og leystu hvarvetna
verk sitt af hendi með hugrekki og samvizkusemi.
Eru margar af hinum fegurstu sögum sagðar frá
herstöðvunum af framkomu katólskra klerka.
Hins vegar stendur katólsk kirkja Frakklands
ávalt í einhverju óheilla-sambandi við afturhaldið
með þjóðinni. Kirkjuflokkurinn í stjórnmálum
landsins tók að vona upp á nýtt, að stríðið myndi
hafa fall lýðveldisins í för með sér. Herinn myndi
verða ágætt og örugt vopn til að koma því til leiðar.
Óvinir lýðveldisins vita, að gæti þeir náð hernum
á sitt band og notað á sama hátt og keisarinn og
junkararnir prússnesku, eru völdin um leið dregin
úr höndum þingsins. Að Dreyfus-samsærinu var
Ijóstað upp, kom í veg fyrir fall lýðveldisins fyrir
nærri tuttugu árum. Síðan hefir þeim tilraunum
aldrei lint af hálfu klerkavaldsins, að leitast við að
ná hernum á sitt vald, og mörg tákn hafa bent til
þess, að þær tilraunir hafi hepnast býsna vel.
pað hefir verið sagt um Frakka, að síðan 1870-
71 hafi hatrið til pjóðverja étið sig inn í sál þeirra
eins og banvænt átumein. Meira er eflaust úr því
gert en rétt er. Frakkar voru jafnvel farnir að
venja sig vio hugmyndina um, að Elsass og Lotring-
en fengi sem mesta sjálfstjórn undir forræði pjóð-
verja. Og þegar um hatrið er talað, mætti minna
á það, sem einn allra sanngjarnasti rithöfundur
Frakka hefir sagt eftir að stríðið brauzt út: “Hatr-
ið er óvinur minn miklu fremur en óvinir mínir.”*)
Helzta einkennið á lund Frakka er drenglyndið,
riddaraskapurinn, háttprýðin, glæsimenskan. Orðin
frakknesku, sem fela í sér þessar þjóðareinkunnir
*) Romain Rolland. Eftir Eivind Breggrav Jensen:
Krigsstudium. For Kirke Kultur, 1916, bls. 310.