Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 48
42
ÓLAFUR S. TUOKGEIRSSON:
og þjóðarhugsjónir, eru la gloire og la grace. Eitt-
hvað af þessum mannkostum verður Frökkum sam-
ferða, hvar sem er og hvert sem viðfangsefnið kann
að vera. Allar beztu lyndiseinkunnir þessarar
göfugu þjóðar hafa risið við og birzt í hæsta veldi
í þessu stríði. Frakkar eru nú sú þjóðin, sem lang-
mestur ljómi stendur af fyrir hina afar-frækilegu
vörn við Meuse og Verdun. í voða og lífsháska,
þegar neytt er allrar orku og um lífið er að tefla og
það sem lífið gerir nokkurs virði, kemur það í ljós,
sem með mönnum býr og þjóðum. Aldrei hafa
menn skilið betur en nú, hvílík ógæfa það væri og
ómetanlegt tjón, mönnunum í heild sinni, ef stigið
væri þessari listfengu drengskapar-þjóð á háls, svo
ekkert yrði eftir annað en skugginn. En einmitt
þetta var hermdarverkið, sem átti að vinna. í stað
þess er nú þegar talað um Frakkland sem frelsara
Norðurálfu. Bandaþjóðirnar krjúpa í lotningu og
aðdáan berhöfðaðar kring um frakkneska fánann,
— og með þeim allur hinn hlutlausi heimur.
5.
Miklir og örlagaþrungnir viðburðir þrýsta venju-
lega mikilmennum fram á sjónarsviðið. peir eru til
á undan atburðunum. En þeir koma þá fyrst í ljós.
Einn slíkra manna er yfirherforingi Frakka, Joffre.
Hægur og seinfara smá-þokast hann fram á sjónar-
sviðið gegn um stormviðri og skruggur í stjórnmála-
heiminum. Hann hafði verið maður, sem fáu gaf
gaum nema stöðu sinni. Við stjórnmálum gaf hann
sig ekki, en um það var kunnugt, að hann var ein-
dreginn lýðveldissinni. Háa stöðu í hemum fekk
hann fyrst, þegar André foringi hafði eytt klerk-
dóms-valdinu í hernum. 1911 var hann gerður
höfðingi hei-ráðsins, eftir að Pau foringi, sem er á
bandi klerkavaldsins, var frá genginn. það var ó-