Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 49
ALMANAK 1917
43
umræðilega mikils vert, að eindreginn lýðveldis-
vinur var aðal-foringi frakkneska hersins, þegar
stormurinn loks skall á.
Joffre er, eftir því sem honum er lýst, seinn
hægfara, rólegur, yfirlætislaus, en einbeittur og á-
kveðinn og lætur ekkert aftra sér frá framkvæmd-
um þess, er hann álítur nauðsyn. Fimm herforingja
svifti hann embættum, þegar hann komst að kunn-
áttuleysi þeirra í heræfingum, og voru þeir allir lýð-
veldissinnar. Urðu margir fokvondir og kendu á-
hrifum klerkavaldsins. En Joffre einum var um
að kenna. Seinlætið er öllum hvumleitt, en mein-
legt foringja, það sem hann sízt ætti að vera. En
•í sambandi við Joffre merkir það frábæra varasemi
og fyrirjhyggju. Sumum virðast þetta ókostir og
víta hann fyrir. öðrum virðast það kostir,—í fari
hans að minsta kosti. pegar fundið er að við hann,
er haft eftir honum: “Látið þið mig vera. Eg er
að narta í þá.” *) pað orðtæki er frægt orðið. í
lund er hann alvörumaður mikill og gerir ekkert til
að sýnast. Napóleon var sakaður um leikaraskap.
Og með nútíðar kynslóð Frakklands og mentaland-
anna yfirleitt er leikaraskappurinn meira en lítið
rótgróin synd. Henni er Joffre manna frábitnast-
ur. Harm er fátalaður maður með afbrigðum; það
er eðli hans. Hann fer aldrei með neitt rugl;. hon-
um dettur aldrei neitt rugl í hug. Hann hugsar um
stöðu sína algerlega frá sjónarmiði verkhygninnar.
Frakkar hafa gaman af stríði, vegna æfintýranna.
Prússar sökum þess, að hemaður er umsýsla í stór-
um stíl. Friðrik mikli hrósaði sér af að leggja út
í hernað með 100 spæjara, um leið og óvinur hans
lagði út á orustuvöllinn með 100 matgerðarsveina.
*) Laissez moi faire. Je les grignotte. Sbr. The War
Lords, bls. 104.