Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 50
44
ÓLAFUK S. THORGEIRSSON:
En sízt af öllu þarf að bregða Napóleon um, að hann
ekki kynni til þeirrar umsýslu. Og sá kunni að
kveikja eldmóð með örfáum orðum.
Fáir foringjar hafa sjaldnar ávai-pað her sinn
en Joffre. Hann er ekki gefinn fyrir nein ræðu-
höld. J?að er sagt, að hann hafi gert það að eins
eitt skifti. pað var þegar hann lét herinn frakk-
neska loks veita viðnám við Marne-fljótið. Sú ræða
var blátt áfram og mælgislaus: “pið verðið að vera
undir það búnir að deyja, heldur en hörfa á bak
aftur. prekleysi verður ekki þolað.” Joffre er
Napóleon eins ólíkur og mest má verða. Enda hef-
ir nú margt breyzt síðan á dögum Napóleons, þó
margt, sem hann lét gera í miklu smærri stíl og
hafði sjálfur upp hugsað, eins og t.d. skotgrafirnar,
sé hans herforingja hyggjuviti að þakka. Nú er
ekki lengur unt að koma neinum á óvörum, sakir
loftfaranna, þráðlausra skeyta og talsímans. pað
er eigi unt að koma óvinum í opna skjöldu, eins og
fyr á tímum. Nú er nær því óvinnanda verk, að
koma fram nokkurum verulegum framkvæmdum á
laun, nema annar herinn fái notað heilt járnbraut-
arnet að baki sér, sem lagt hefir verið beint í hern-
aðarskyni, eins og t.d. þýzki herinn á Póllandi.
Englendingar reyndu að komast til Frakklands með
djúphugsaðri launungar-viðleitni. En þeim tókst
það ekki; pjóðverjar voru komnir þangað jafn-
snemma. Varnarvirki eru orðin ónýt, sakir feikna
umbóta á skotvopnum. Aldrei hefir annar eins
feikna herafli verið beggja megin. Fylkingarnar
umspenna alla mið-Norðurálfu. Bardagavöllurinn
við Waterloo er ekki stærri en svo, að ganga má
yfir eina morgunstund í hægðum sínum. En sá sem
ætlar að ganga um alt orustusvæðið á Frakklandi
frá Vogesa-fjöllum til Yser, myndi verða margar