Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 53
ALMAXAK 1917
47
bak við hersveitirnar, nýjar vonir að springa út, ný
dagrenning í aðsigi. En hver er kominn til að segja,
hvað verður ofan á, hvaða kyndill það verður, sem
sú nýja sólrás lætur bera á undan vagni sínum.
Gætinn, öruggur, jafn-ósnortinn af lofi og
lasti, svona er maðurinn, sem nú virðist bera gæfu
Frakklands í hendi sér, flestum fremur. prekleys-
ið hefir hann ekki þolað hjá öðrum. þreki og þrótti
hefir maðurinn sjálfur safnað. í byrjan beittu
stjórnmálamennirnir hann alls konar brögðum. En
hann tók þeim fyrir kverkar, sterkri hendi, unz hann
varð einvaldur hersins. Hann lét herinn hörfa und-
an alla leið til Marne-fljótsins, án þess unt væri #ð
bifa honum, hvað sem sagt var. Hann forðaðist
misgripin frá 1870, að reiða sig á vígin og loka sig
og herinn þar inni, en bar sig að eins og engin væri.
Heldur kaus hann að láta alt norður-Frakkland troð-
ast undir járnhæli óvinanna, heldur en að veita við-
nám þar sem þeim kom bezt. Hann hörfaði undan,
unz hans eigin stund og staður var kominn. Hann
hefir í öllu fylgt uppteknum hætti, smám Saman að
eyða herafla óvinanna, bæði mönnum og búnaði, en
forðast allar áhættu-hreyfingar, sem mörgum her-
foringja hafa komið á kaldan klaka. Stillingin yf-
irgefur hann aldrei; hann hefir ávalt jafn-mikið
vald á sjálfum sér, er fjarsýnn með afbrigðum, og
viljinn stáli sleginn. Herkænsku hans er viðbrugð-
iö. Ávalt man hann, að Frakkar eru fámenn þjóð
til móts við pjóðverja. Sökum þess er viðleitnin á-
valt sú, að fyrir hvern frakkneskan mann, sem fellur,
verði tveir eða fleiri pjóðverjar höfðunum stýttri.
ósjaldan lætur Joffre gera þrjár atlögur í senn á
þýzka herinn, og eru þá stundum 400 mílur á milli
staðanna, sem barist er á syðst og hyrzt, og er þetta
vitaskuld gert til þess pjóðverjar skuli aldrei vita