Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 54
48
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
fyrir fram, hvar aðal-atlagan á að verða.* **)) Allur
heimur stóð furðu lostinn yfir hinni óviðjafnanlegu
vörn Frakka við Verdun, þar sem pjóðverjar reiddu
til rots. Englendingar buðu að senda þangað her-
lið til hjálpar. Nei, sagði Joffre, þetta verðum við
sjálfir aö gera. þar hrundi herlið pjóðverja niður
unnvörpum, eins og þegar gras fellur í múga fyrir
sláttumanni á vel sprottnum velli. Og oft hefir
Joffre orðið skeinuhættur endrarnær. f bardagan-
um hjá Les Eparges á öskudag 1915 féllu svo marg-
ir, að Bæjaraland stóð alt á öndinni, eftir bréfum
að dæma, sem fundist hafa á föngum.”) Engum er
enn þá unt að skilja, hvað Joffre gekk til, að taka
ekki bæinn St. Mehiel, þegar hann hafði raðað fall-
byssunum miklu í mílu fjarlægð frá honum. Sú
gáta verður aldrei ráðin, fyr en hann gefur þá úr-
lausn sjálfur. Ef til vill var tilgangurinn að gefa
krónprinzinum þýzka, sem lengst tækifæri til að
hamast við Verdun í þeirri von, að eitthvað kynni á
að vinnast.
Og þessi maður var alls-óþektur að heita mátti
áður stríðið hófst, að minsta kosti Parísarbúum.
Sjálfsagt hafa þeir séð þennan þrekvaxna mann
fara niður Champs Elysées í fylgd með tveim stjúp-
dætrum sínum, en allir haldið það vera heldri for-
ingja, óþektan að nafni og tign. Ekkert orð hafði
fallið af vörum hans, sem fleygt hafði orðið, engin
saga hafði skapast um hann, sem menn hefði gaman
af að segja, ekkert æfintýr, sem hægt var að hampa,
hafði smíðast utan um hann. Og samt var það nú
svo, að þessi beykissonur ofan úr Austur-Pýrenea-
fjöllum hafði hafist til ábyrgðarmestu stöðunnar í
*) The Strategy of General Joffre. The Great War,
lxxiii, 3. bindi, bls. 177.
**) Great War, III, 188.