Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 60
54
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Yoikton, svo það svaraði ekki fyrirhöfn og kostnaði
að fara með henni það lítið áleiðis. Fluttu því
bændur þessir sig á sínum eigin vinnudýrum, og
gekk ferðin vel.
i fleiri tugum mílna í allar áttir út frá heim-
kynnum þessara frumbyggja, sást varla hvítur
maður. Hér voru þeir einir fyrir ríkjandi, sem
kváðu ekki á um kosti landsins, svo sem Indíánar
og allskonar dýr merkurinnar.
pessir fyrstu landnámsmenn settust að við
Fishing Lake, hver þeirra þar, sem honum leizt
bezt á sig. Höfðu þeir nægan skóg til bygginga og
eldiviðar, góðan haga og engi fyrir gripi sína. Fisk
höfðu þeir úr vatninu og fugla og dýr á allar hliðar
til réttafjölda.
Bjartar og hlýjar framtíðarvonir fyltu hugi
þeirra og hjörtu, sem léttu þeim alla verklega við-
leitni, og stíluðu fréttirnar til þeirra eldri heim-
kynna.
það var líka fljótt og fremur öllum vonum, að
þessum framtakssömu mönnum græddist fé og góð-
ir nágrannar. pó fór innflutningur íslendinga frem-
ur hægt fyrstu árin. Járnbrautin náði mörg ár
ekki nema til Yorkton, en þaðan voru 80 mílur á til-
kosnu stöðvarnar. það var því ervitt að flytja bú-
slóð og nauðþurftir alla þá leið.
Strax í upphafi sögu minnar hlýtur að geta
þess manns, þó seinna verði frekar á hann minst,
sem mest og bezt vann að landnámi hér, og var af
Canadastjórn skipaður leiðsögumaður innflytjenda,
hverrar þjóðar sem voru, en það er Tómas Pálsson.
f desember 1898 flutti Tómas alfarinn á land
sitt á vesturbakka Foam Lake, þar sem hann býr
enn í dag. Fljótlega kynti hann sér legu og af-
stöðu landsins og fékk álit og trú á þessum stöðv-