Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 61
AL.MANAK 1917
55
um. f byrjun ásetti hann sér að reyna að hafa á-
hrif á það, að samlandar hverrar þjóðar sem væri,
gætu fengið afskekt svæði fyrir sig og þyrftu ekki
að blandast hver innan um annan—að minsta kosti
allir þeir, sem kysu það fremur. Enda varð og
þessari hugmynd að miklu leyti náð.
]?að mun sönnu næst, að telja landnámsár þess-
arar bygðar tímabilið frá 1891—1908, eða 17 ár.
Eftir þann tíma var að vísu hægt að ná hér í heim-
ilisréttarlönd, sem þá voru annað tveggja, mjög lít-
ils virði eða þá að þau höfðu verið gefin inn aftur
fyrir einhverja orsök, af mönnum, sem áður höfðu
tekið þau.
Vatnabygðin er eflaust stærsta íslenzka bygð-
in, sem enn hefir verið stofnuð í Ameríku. Frá
austri til vesturs er hún 48 mílna löng, frá Range
10-19 vestur af öðrum hádegisbaug. Frá suðri til
norðurs er hún misjafnlega breið, frá 12—24 mílur,
eða frá Township 29-34. Eftir þeim nákvæmustu
upplýsingum, sem eg hefi getað aflað mér, mun hún
liggja 1810 fet yfir sjávarflöt, eða rúmum 800 fet-
um hærra en Hólsfjöll og efstu bæir á Jöuldal á
íslandi.
Sá hluti nýlendu þessarar, sem að miklum
meiri hluta er skipaður íslenzkum landnemum, mun
vera til jafnaðar 10 mílur á breidd og 48 mílur á
lengd, eða 480 ferhymingsmílur.
Regluleg heimilisréttarlönd á þessu svæði eru
866. pegar taldar eru allar ferhyrningsmílur (Sec-
tions) með jöfnum tölum, og að fráskildum Hud-
sons Bay löndum (Quarters). Fyrir nokkrum ár-
um síðan gaf sambandsstjórnin heimilisrétt á tals-
vert mörgum oddalöndum (Section 1-3-5 o.s.frv.) á
þessu sama svæði. Og hér fyrir utan hafa bygð-
armenn keypt mörg járnbrautarlönd, eins og líka