Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Side 62
56 ' ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
lönd annara félaga og einstakra manna, sem áður
höfðu keypt þau. Að öllu þessu yfirveguðu mun
ekki of mikið í lagt, að telja 1200 ábúðarlönd á
þessu 480 ferhyrningsmílna svæði.
Ef eg svo dreg ályktun af nágrenni mínu og
þeim hluta bygðarinnar, sem eg þekki bezt til, þá
þykir mér eigi ólíklegt, að tveir-þriðju hlutar ábú-
endanna séu íslendingar. Með öðrum orðum, að
um 800 íslenzkir bændur byggi þessa nýlendu.
Æði mikið öruggari þori eg að tilfæra þessa
tölu, þenna mjög svo álitlega bændaflokk, af því
það kemur að mestu leyti heim við það, sem hinn
athuguli eftirlitsmaður innflytjendanna, Tómas
Pálsson, sagði mér, áður en eg fór að grenslast
eftir ástæðum hér að lútandi.
f íslenzkum landshagsskýrslum frá 1860 hafa
tvær fjölbygðustu sýslurnar á íslandi, Árnessýsla
og .pingeyjarsýsla, saman lagt 750 lögbýli. pað er
ekki líklegt, að nokkur veruleg breyting sé orðin á
pví, til þessa tíma. Má af þessu sjá, að álíka mörg
islenzk heimili eru í þessari íslenzku nýlendu, eins
og í tveimur hinum áminstu sýslum heima.
Ef eg hins vegar vildi gera grein fyrir, hvað
margir landar eru hér alls, ungir og gamlir, þá er
örðugt við það að eiga, því eigi hefir verið tekið hér
manntal íslendinga, enn sem komið er.
J?að hefir að vísu komið til orða, að prestar safn-
aðanna í þessari bygð, með aðstoð góðra manna,
skrifuðu niður íslenzku heimilin, hver innan sinna
takmarka, og fólksfjölda á hverju þeirra fyrir sig,
og mun jafnvel talsvert vera byrjað á þessu, þó það
sé ekki svo vel á veg komið, að það verði lagt hér
til grundvallar.
Hins vegar er eneri áreiðanegri tölu hægt að
ná. nema margir telii og allir sama daginn, þar sero