Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Side 64
58
ÓLAFTTR S. THORGEIRSSON:
menn strax ókvíðnir og áhygg.i'ulausir lagt sig alla
og óskifta að yfirdrotnun jarðarinnar og náttúr-
unnar auðæfa. J?að var ekki um að villast, jarð-
vegurinn bar J?að með sér, að hann væri frjósamur.
pað hlaut því að vera sameiginlegt áhugamál og
kappsmál allra, að geta sem fyrst og mest unnið
jarðveginn fyrir kornræktina.
Á flestöllum löndunum var talsverður skógur,
björk og víðir, en þó víðast hvar meira og minna
skóglausir flákar á milli, sem buðu sig fram til að
byrja með, og var það vel þegið. Nokkur voru þau
lönd að vísu, sem heita máttu skóglaus hornanna á
milli, og voru þau sjálfsagðir kjörstaðir þeirra, sem
fyrstir komu.
Á þessari landnámstíð var það dómgreind
mannanna, fljótandi á bylgjum fégirni og meiri
þekkingar, sem svaraði til öndvegissúlnanna fornu
og hafði aðal úrskurðarvaldið með höndum um það,
hvar framtíðarheimilin skyldu standa, og þó eg
ekki gjöri lítið úr yfirburðum menningarinnar, þá
get eg ekki stilt mig um, að láta þá skoðun mína í
ljós, að margur hafi lengi liðið og líði enn fyrir það,
að hafa álitið kvikfjárræktina of seinstíga á fram-
farabrautinni, og þar af leiðandi lagt of bráða á-
herzlu á akuryrkjuna með öllum hennar kostnaði,
og valið löndin eftir því.
Eins og geta má nærri, þá verður ekkert um
það sagt með fullri vissu, hvað margar ferhyrn-
ingsmílur það eru, sem nú þegar er búið að breyta
í kornakra meðal íslendinga hér, enda tekur það
stórum breytingum árlega, en þó mun láta nærri, að
það sé helmingur hins numda lands, eða um 100
ferhyrningsmílur. En það er sama og 61,000 ekr-
ur. Á ísenzkan mælikvarða er það 8,000 vallar-
dagsláttur.