Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 67
ALMANAK 1917
61
Margir hafa orðið að kosta hér miklu til að fá
nægilegt vatn fyrir menn og skepnur, og er Jiað
víða ófengið enn þá svo fullnægjandi sé.
Yfirleitt eru byggingar bænda ófullkomnar enn
sem komið er. Fjós eru að vísu orðin viðunanleg
og góð hjá mörgum, en víða eru íbúðarhúsin enn þá
þau sömu og byrjað var með, bæði lítil og köld. Á
landnámsárum þurfti ekki að spara eldiviðinn, var
hann hvorttveggja: nógur og nærtækur, en víðast
hvar í íslendingabygðinni er nú orðið mjög langt
að sækja við og sumstaðar jafnvel ókleift, svo byrj-
að er að brenna kolum.
Á árunum 1908 og 1909 bygði C.P.R. félagið
járnbraut frá austri til vesturs í gegn um bygð
þessa, eða með öðrum orðum, lengdi járnbraut þá
vestur í gegn um þessa bygð, sem áður er getið um
að var komin til Yorkton. Búa íslendingar á báðar
hliðar við brautina og eiga því allflestir mjög skamt
að kauptúni.
Brautarstöðvar þær eða kauptún meðfram
brautinni, sem íslendingar skifta við, eru 7, með
hér um bil 8 mílna millibili. Frá austri til vesturs
heita kauptún þessi: Foam Lake, Leslie, Elfros,
Mozart, Wynyard, Kandahar og Defoe. Stærstur
þessara kaupstaða er Wynyard, með 600 íbúa. par
hefir járnbrautarfélagið bækistöð sína, byggingar
talsve^t miklar og kolabyrgðir fyrir gufukatla sína.
Er þar ávalt skift um katla og þeir fægðir þar,
smurðir og endurbættir eftir þörfum. Mikil um-
ferð er um braut þessa með menn og vörur. Að
morgni hvers dags fer fólksflutningalest vestur
um, og að kveldi austur um. f hverri lest eru 7 til
9 vagnar, meira og minna þéttskipaðir ferðamönn-
um á leið frá hafi til hafs og allra staða þar á milli.
f kauptúnunum eru íslendingar í öllum stöðum