Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 68
62
ÓL.AFUR S. THORGEIRSSON
viðskiftalífsins, jafnt við annara þjóða menn, og
reynast þeir jafn fjölhæfir og færir, og koma sér í
hvívetna vel. Flestir verzla þeir fyrir eigin reikn-
ing, en nokkrir starfrækja vandasöm og ábyrgðar-
mikil embætti til félagsþarfa, svo sem kornhlöðu-
stjórn, skriftsofustjórn, sveitarstjórn, ritstjórn,
læknisstörf, o.s.frv.
Meðal íslendinga í bygð þessari hafa nú þegar
myndast 9 söfnuðir, eða kirkjusóknir, sem það var
kallað heima á fslandi. Söfnuðir þessir heita:
Foam Lake söfnuður, Kristnessöfnuður, Hallgríms-
söfnuður, Sléttusöfnuður, Sólheimasöfnuður, Quill
Lake söfnuður, Immanúelssöfnuður, Vatnasöfnuð-
ur og Ágústínussöfnuður.
pessir mörgu söfnuðir benda eindregið og hik-
laust á lofsvert og áhugaríkt trúarlíf, að minsta
kosti fyrir alla þá, sem ekki þekkja til. Líkast er
það því, að hér hafi trúmála-áhuginn verið svo rík-
ur og kröfuharður, að honum hafi ekki orðið full-
nægt í færri deildum. En því miður hafa ýmsar
aðrar ástæður haft áhrif á þessa niðurröðun.
Eins og gefur að skilja og allstaðar við gengst,
þá hlýtur landslag og staðhættir manna á meðal
alt af nokkru að ráða um takmörkun slíkra félags-
hópa. pá má og á það minnast, að hin víðtæka og
áhrifamikla trúmáladeila Vestur-íslendinga, sem á
barndómsárum þessarar bygðar var hvað hávær-
ust, hafði að sjálfsögðu ekki lítil áhrif á myndun
safnaðanna. Kom það fljótt í ljós, að menn skift-
ust nokkuð jafnt á báðar hliðar með gömlu og nýju
stefnunni, og er því að lokum svo varið, að sínir
fjórir söfnuðimir tilheyra hvorri hlið, og einn söfn-
uðurinn telur sig óháðan. Hefir hann þegið þjón-
ustu af kirkjufélagspresti, en jafnframt neitað að
ganga í kirkj ufélagið.