Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Side 70
64
OL.AFUR S. THORGEIRSSON:
leysi í félagsmálum, en ekki er það ógrigðull mæli-
kvarði. Oftast er það samanburðurinn, sem gefur
ótvíræðastan úrskurð , þegar um vandamál er að
ræða. pegar eg lít eftir samvinnuframkvæmdum
landa hér, samanborið við innlenda og annara þjóða
menn, þá get eg ekki betur séð, en að íslendingar
standi öðrum þjóðflokkum framar að félagslyndi.
Samkomuhús eru fyrir nokkrum árum bygð í
flestum bæjunum meðfram járnbrautinni. Helm-
íngur þeirra er eingöngu eign íslendinga, og mér er
kunnugt um, að sum þau samkomuhúsin, sem eru
sameign fleiri þjóða.manna, eru þó bygð og upp-
komin fyrir framtakssemi og forystu íslendinga.
Langoftast eru það fslendngar, sem gangast fyrir
samkomum í húsum þessum. Raunar býst eg við,
að all-margir mundu halda því fram, að lítt sé það
uppbyggilegt, sem margar þessar samkomur hafi í
sér fólgið, og skal því ekki neitað, að dansfýsn unga
fólksins gengur langt úr hófi; en samt sem áður
hafa samkomurnar flestar eitthvað uppbyggilegt
að flytja, einhver góð áform á bak við sig. pannig
hafa margar samkomur verið haldnar að tilhlutun
Goodtemplara og kvenfélaganna, en eins og allir
vita, er tilgangur þeirra félaga að lækna meinsemdir
mannflagsins og hlúa að vorgróðri siðgæðis og
kristilegrar alvöru.
Hér hafa verið stofnaðar þrjár íslenzkar Good-
templara stúkur.. Eru tvær af þeim liðnar undir
lok, en ein þeirra mun enn þá vera við lýði. Auð-
séð bendir þetta á óþolinn samvinnuhug. Að mínu
áliti er þó réttast að dæma það vægt.
Markmið Goodtemplara reglunnar er stórgöf-
ugt, eins og öllum er kunnugt. Starf það er hugs-
að og hafið fyrir allan heiminn, og er ekkert á-
hlaupaverk. Og eðlilega leiðir þar af, að lífsglöð-