Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 71
ALMANAK 1117
65
um unglingum er ofraun að halda uppi slíkum fé-
lagsskap nema með yfirráðum hinna eldri. En úti
á landsbygðinni hefir annríkið og þreytan oftast
undirtökin á fullorðna fólkinu og veldur fjörleysinu
og deyfðinni í félagsmálunum.
Kvenfélög eru hér stofnuð og starfrækt í flest-
um bæjunum meðfram brautinni. Flest eru þau
íslenzk. pað mun vera sameiginlegt með ölíum
slíkum kvenfélöguln, að tilgangur þeirra er að
hjúkra olnbogabömunum, gleðja þá sem bágt eiga,
samfara hinu, að byggja upp kristinn félagsskap.
Mér virðist reynslan benda til þess, að konur séu
samvinnuþolnari en karlmenn. Er þó ekki því að
leyna, að þeim getur sýnst sitt hverri. En ekkert
er það til í þeirra eðli, sem gleðst af andvörpum föð-
urleysingjanna, eins og “kalda karlmannslundin,”
sem Jónas Hallgrímsson kvað um.
Regluleg sveitarstjórnarhéruð eru fyrir löngu
mynduð í þessari nýlendu. Héruð þessi eru fjögur
og eru heimili þeirra í Foam Lake, Elfros, Wynyard
og Kandahar. í sveitarstjórninni sitja íslendingar
að fullri tiltölu við annara þjóða menn.
pað getur verið álitamál, hvort það er ekki
utan við takmörk míns verkahrings, að minnast á
stjórnmál, enda skal eg vera fáorður um þau. J?ó
þessi íslenzka bygð sé stór, samanborið við aðrar
íslenzkar bygðir hér í landi, þá er hún þó að eins
lítill hluti af kjördæmi því, er leggur einn fulltrúa
til löggjafarmálanna á fylkisþingið í Regina. En
það rekur eftir mér, að kjördæmis-fulltrúinn, þing-
maðurinn sjálfur, er ram-íslenzkur, Mr. W. H.
Paulson í Leslie, sem flestum íslendingum vestan
hafs er kunnur.
Sannfæring mín er sú, að mikill meiri hluti fs-