Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Side 75
ALMANAK 1917 69
á lífi: Jakobína Gróa, gift sveitarstjórnaroddvita
Narfa G. Narfasyni, er seinna verður getið. Jó-
hanna Helga og J?órður Guðbjörn, bæði heima.
Á ferð minni meðal hinna fyrstu landnáms-
manna þessarar bygðar, gisti eg hjá Bjarna. Er
hann skýr maður og skemtilega ræðinn. Sagði
hann mér sögu þá, er hér fer á eftir: “J?að er ekki
því að leyna, að þessir frumbyggjar hugðu á her-
ferðir gegn víkingum þeim, sem hér sátu fyrir, og
höfðu eignarrétt manna að athægi. J?á var það í
eitt sinn, er bygðarmenn risu á fætur árla dags, að
einhver þeirra kom auga á feikna mikinn og illúð-
legan skógarbjörn, sem var að grenslast eftir um
sauðfé bænda í eyju skamt af landi fram í Foam
Lake. pað sáu menn þegar, að hann mundi svaðil-
förum vanur á sjó og landi, enda gaf hann ekki
langan umhugsunartíma eftir að honum höfðu
brugðist beztu vonir í eynni, heldur stefndi hann á
land upp og réri fast á bæði borð. Skipuðu menn
sér þá í fylkingar með hæfilegu millibili á báðar
hliðar frá nausti kappans, og höfðu hlaðna riffla af
nýjustu gerð. En Banksi var ókvíðinn og treysti
sér eigi síður en Vilhjálmur keisari. þegar að landi
kom varð fát um kveðjur. Eldur brann úr augum
bjarnarins, og svöruðu rifflarnir í sömu mynt.. Svo
endaði þó orusta þessi, að björninn varð ekki í fang-
elsi hneptur. En það höfðu menn fyrir satt, að
eignarréttur frumbyggja væri metinn meira eftir
en áður.”