Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 83
ALMANAK 1917
Jón Thorlacíus Sigfússon, bónda á Núpufelli í
Eyjafirði, Einarssonar prests Thorlacíusar á Saur-
bæ. Heima á fslandi giftist Jón árið 1887 Rósu
Jóhannesdóttir, Bjarnasonar frá Stóradal í Saur-
bæjarhreppi. Til Ame-
ríku fluttist Jón árið
1889. Settist hann fyrst
að í pingvalla-nýlendu í
bænum Churchbridge, og
vann þar við verzlun í 2
ár. paðan fluttist hann
til Yorkton og gegndi þar
ýmsum störfum nokkur
ár, fór þaðan til White
Sands og bjó þar um hríð.
Árið 1903 fluttist hann í
þessa bygð og nam land,
suðv. fjórðung af S. 16,
Tsp. 32, R. 12.
pau hjón, Jón og Rósa,
eiga tvo sonu á lífi; eru
þeir orðnir fulltíða menn.
Hinn eldri þeirra, Bjarni, hefir numið hér land
(N.E. 14 17-32-12). Sá yngri heitir Sigfús Daníel.
—Fyrsta pósthúsið, sem stofnsett var í þessari
bygð, var sett niður hjá Jóni árið 1904, og kallað á
Kristnesi, og var hann þar póstafgreiðslumaður um
mörg ár. Hann hefir og haft umboð til að taka eiða
(Commissioner of Oaths) síðan 1904. Jón er
prýðilega vel greindur, prúðmenni mikið og vand-
aður maður mjög.