Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 85
ALMANAK 1917
79
Kristjáns Helgasonar að Foam Lake. pórunn.
kona Tómasar Paulson, innflutninga-umsjónarmanns
manns í þessari bygð, og Aðalbjörg, kona Sigurðar
Sigurðssonar við Foam Lake.
Til Ameríku flutti Jóhannes sumarið 1883, og
byrjaði búskap í Nýja íslandi. Eftir eitt ár flutt-
ist hann til Winnipeg, var þar l1/^ ár, flutti þaðan til
pingvalla, og tók þar land og bjó á því í 6 ár. pá
gaf hann landið inn aftur og fluttist hingað út og
nam norðv. % S. 4, Tsp. 32, R. 12.
Kristján Gabríelsson bónda á Efstahóli í Ön-
undarfirði, Jónssonar bónda á Efstahóli, Guðlögs-
sonar á Mosvöllum í sömu sveit.
Móðir Kristjáns var Soffía Bjarnadóttir, bónda
á Tungu í Önundarfirði.
Halldóra kona Kristjáns er Bjarnadóttir bónda
í Hnífsdal í Skutulsfirði, Halldórssonar á Gili í Bol-
ungarvík Bjarnasonar.
þau hjón, Kristján og Halldóra', eiga 6 börn, og
heita þau: Bjarni, Soffonías, Kristján, Anna,
Magnús og Kristinn.
Til Ameríku fluttust þau árið 1887. Kristján
vann hjá bændum á ýmsum stöðum í 2 ár. pá tók
hann land í Wallace og bjó þar 7 ár, seldi síðan
iandið og fluttist hingað árið 1897 og nam suðvest-
ur % af S. 17, Tsp. 32, R. 12. — Kristján er greind-
ur og viðfeldinn maður og góður bóndi.