Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 90
S4 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Móðir Jónasar hét Kristbjörg porsteinsdóttir bónda
í Tunguseli á Langanesi, Illugasonar bónda á Ytri-
Brekku á Langanesi, Einarsonar sterka í Sköruvík.
Fyrri kona Jónasar hét Katrín Ásmundsdóttir;
var Ásmundur sá ættaður af Héraði. Börn á Jónas
5 á lífi, og eru þau sem hér segir: Kristján lögmað-
ur í Norður-Dakota, og er hann nú genginn í her-
þjónustu. Samson, einnig í herþjónustu. Krist-
lögur, ógiftur suður í Dakota. Elísabet, skólakenn-
ari suður í Dakota.
Jónas fluttist til Ameríku árið 1890, og settist
að í Norður-Dakota. par bjó hann í 13 ár. Árið
1903 fluttist hann út í þessa bygð og nam land við
Kristnes-pósthús, norðv. % af S. 34, Tsp. 32, R. 12.
Jónas er póstafgreiðslumaður á Kristnesi og hefir
hann þar jafnfrarht talsverða verzlun, sem hann
rekur fyrir eigin reikning.
Seinni kona Jónasar er Sigríður Pálsdóttir ís-
felds á Eyvindará í Eiðaþinghá, Eyjólfssonar ís-
felds, þess er nafnkendastur var heima á íslandi
með nafninu Óli ísfeld. Gróa hét móðir Sigríðar
konu Jónasar, var hún Eiríksdóttir Jónssonar prests
í Yallanesi. Jónas Samson er af góðum hagyrðing-
um kominn í báðar ættir, og sjálfur var Jónas góð-
ur hagyrðingur í æsku, en það er eins og hugsjóna-
flug andans lækki hjá mörgum eftir að líkaminn fer
að lýjast, og er það eðlilegt einkum þegar fátækt,
þungar áhyggjur og lamandi andstreymi er það
foss-afl, sem flytur manninn fram yfir hádegi æfi-
dagsins.
Bernharður Jónsson gullsmiðs í Reykjavík,
Bernharðssonar úr Mosfellssveitinni. Kona Bern-
harðar heitir Valgerður Eiríksdóttir bónda á Mið-
býli á Skeiðum. — Til Ameríku fluttist Bernharður