Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 91
ALMANAK 1917
85
árið 1883 og til þessarar bygðar árið 1896, og nam
hann hér suðvestur 1/4, af S. 30, Tsp. 31, R. 11.-
Jón Janusson, prests að Holti í Vestur-ísaf.iarð-
arsýslu, Jónssonar, pórðarsonar bónda á Kjarna í
Eyjafirði. Kona hans er Salóme Bjarnadóttir bónda
í Hnífsdal í fsafirði, Halldórssonar í Tungu í sömu
Sveit. — pau hjón, Jón og Salóme, eiga 8 börn á lífi,
4 sonu og 4 dætur. f þessa bygð komu þau árið
1903 og námu landið norðv. 14 af S. 20, Tsp. 31, R.
11. Jón er sveitarskrifari í Foam Lake sveit.
Hallgrímur Guttormsson, bónda á Galtastöðum
í Hróarstungu, Sigurðssonar. Móðir Hallgríms hét
Ólöf Sölvadóttir bónda á Hrappsgerði í Fellum,
Jónssonar. Með foreldrum sínum kom Hallgrímur
til Ameríku árið 1883. Settust þau að í Norður-
Dakota og bjuggu þar nálægt Hallson í 10 ár; vann
Hallgrímur í búi þeirra. Frá Hallson fluttu þau sig
til Minnesota; þar tók Hallgrímur land og bjó þar
8 ár. Hingað fluttist Hallgrímur árið 1903 og tók
suðv. 14 af S. 36, Tsp. 32, R. 13. Kona hans er Sig-
ríður, dóttir Nikulásar Jónssonar, þess er bjó í Odda
í Seyðisfirði, hálfbróður séra Jóns sál. Bjarnasonar.
Nu hefir Hallgrímur verzlun í bænum Leslie og sel-
ur þar járnvöru.
porvaldur porvaldsson, bónda í Kelduskógum
á Berufjarðarströnd, Stígssonar. Móðir porvaldar
var Vilborg Jónsdóttir bónda á Berufjarðarströnd.
porvaldur er giftur Gróu Eymundsdóttur, systur
Sigfúsar heitins Eymundssonar í Reykjavík. Til
Ameríku kom porvaldur árið 1883. Var í Norður-
Dakota og víðar í Bandaríkjunum nokkur ár. f
Minnesota tók hann land og bjó þar 6 ár. Hingað
fluttist hann árið 1903 og nam suðv. H af S. 28. Tsp.
l