Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 92
86
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
32, R. 12. Hann hefir matvöru-, dúka- og munað-
arvöruverzlun í bænum Leslie.
Hjálmar Helgason, Ásmundssonar, Helgasonar
bónda á Skútustöðum við Mývatn. Móðir Hjálm-
ars var Guðfinna Guðlögsdóttir frá Álftagerði við
Mývatn. Kona Hjálmars er Ingibjörg Sigmunds-
dóttir frá Vestdal í Seyðisfirði. pau Hjálmar og
Ingibjörg eiga 9 börn, sjö sonu og tvær dætur, og
heita þau: Ingibjörg, Helgi, Ásmundur, Kristján,
porgeir, Páll, Sigmundur, Guðfinna, Stefán Pálmi.
Öll eru þau . heima, nema Ásmundur, sem genginn
er í herþjónustu. ■ Heimilisréttarland Hjálmars er
norðvestur % af S. 2, Tsp. 32, R. 13.
Páll Magnússon, Jónssonar; var Magnús hafn-
sögumaður á Akureyri, bróðir Friðriks skipasmiðs á
Ytribakka á Árskógsströnd og porleifs frá Reykjum
á Reykjaströnd. Kona Páls er Guðný Friðbjarnar-
dóttir, bókbindara á Akureyri. Til Ameríku flutt-
ust þau árið 1901, en komu í þessa bygð árið 1904
og námu hér land, norðv. % af S. 20, Tsp. 31, R. 12.
pau hjón hafa eignast 6 börn, 5 sonu og 1 dótt-
ur. Magnús elzti sonur þeirra, sem nú er genginn
í herinn, hefir numið hér land (n.a. Vé, 32-31-12).
Páll er söngmaður góður og hefir hann stofn-
sett og stjórnað hornleikaraflokk um mörg ár í bæn-
um Leslie.
porlákur Björnsson.—Faðir porláks var Frið-
björn Björnsson frá Fornhaga í Eyjafirði. Móðir
hans hét Anna Sigríður Árnadóttir. Kona porláks
heitir Ingibjörg Stefánsdóttir bónda á Eyhildar-
holti í Skagafirði, Hafliðasonar bónda á Hofdölum.
Til Ameríku kom porlákur með foreldrum sínum
árið 1873, og settust þau fyrst að í Nýja íslandi.