Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 95
ALMANAK 1917
89
Árið 1913 seldi Grímur heimilisréttarland sitt og
keypti þá norðaustur 14 af, S. 20, Tsp. 32, R. 12.
fast hjá skóla og 5 mílum nær kaupstað.
Grímur Laxdal er alinn upp við verzlunarstörf
þar til hann var fullorðinn og tók sjálfur við verzl-
unarstjórn fýrir stórkaupmann Louis Zöllner í New
Castle. Seinna verzlaði Grímur fyrir eigin reikning
og hafði allstóra verzlun á Vopnafirði, en tapaði á
henni og varð víst hér um bil eignalaus. En þá brá
hann sér til Ameríku og nær hér strax öllum tökum
á búskap eins og alvanur bóndi. Nágrannar hans
bregða því við hvað hann er duglegur, og hefir
hann nú myndarlegt og vel umgengið bú, innan húss
og utan.
Ragúel Jhannsson, ættaður úr Húnavatnssýslu.
Fæddur á Hólabaki í Sveinsstaðahreppi. Faðir hans
var Jóhann Guðmundsson frá Vatnsdalshólum.
Móðir Ragúels var Medónía Guðmundsdóttir Ket-
ilssonar þess er bjó á Illhugastöðum á Vatnsnesi.
Dó hún hjá syni sínum Ragúel næstl. ár. Jóhann
faðir Ragúels var síðustu árin heima á Torfa-
stöðum í Miðfirði í sömu sýslu, og flutti þaðan til
Ameríku 1887. Settist að í Winnipeg og dó þar.
Kona Ragúels er Soffía Hansína Guðmundsdóttir
Ólafssonar prests á Hjaltabakka. Móðir Soffíu
var Halldóra Sveinsdóttir frá Steinstöðum í Skaga-
firði, en móðir Halldóru hét Sigríður, dóttir séra
Skúla í Múla í Reykjadal í Suður-pingeyjarsýslu.
Ungur var Ragúel, þegar hjá honum vaknaði
löngun til að hnýsast eftir hvað gerðist utar-frá í
heiminum, en peningana vantaði algerlega. Samt
sem áður lagði hann á stað suður til Reykjavíkur
og vistaði sig kauplaust til þriggja ára hjá tré-
smíðameistara Jóni Gunnlögssyni. Á þeim tíma
lauk hann fullnaðarnámi í trésmíði með góðum
vitnisburði.