Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 99
ALMANAK 1917
93
bygt og búið í seinni tíð í bænum Elfros og hefir
Sigurður rekið þar járnvöruverzlun, en selt þá verzl-
un seinna og verið kornhlöðustjóri þar í bænum.
Höskuldur Steinþórsson, Bjarnarsonar bónda á
Helluvaði við Mývatn. Móðir hans er Anna Jós-
efsdóttir, er heima á suður í Dakota. Höskuldur
fluttist í þessa bygð árið 1905 og tók hér land, norð-
vestur 1/4 af S. 24, Tsp. 32, R. 13. Landið seldi
hann og bygði sér hús í bænum Elfros. Hann veit-
ir forstöðu timburverzlun í bænum. Giftur er hann
enskri konu.
Tímóteus Guðmundsson.—Foredrar hans, Guð-
mundur Hannesson og Anna Brandsdóttir, bjuggu
á Lilta-Holti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Tímó-
teus fór til Ameríku 1887 og settist að í Garðar-
bygð í Dakota, og giftist þar porbjörgu Hallgríms-
dóttur Guðmundssonar, þess er bjó á Fremrihlíð í
Vopnafirði. Móðir porbjargar var Guðrún Guð-
mundsdóttir frá Brattagerði í Jökulsárhlíð. — pau
njón, Tímóteus og porbjörg, fluttust í þessa bygð
haustið 1907 og námu hér land, norðaustur % af S.
22, Tsp. 32, R. 14, og hafa búið hér síðan. pau eiga
9 mannvænleg böm, og er meiri hluti þeirra upp-
kominn. pað er engum vafa bundið, að hverju æfi-
starfið hefir lotið, þegar því er afkastað.
Nágranni minn, Árni Sigurðsson, sá er ritaði í
Lögberg “Endurminningar úr Breiðdal fyrir 60 ár-
um,” var byrjáður á að skýra frá nokkrum land-
nemum hér, þegar honum brast sjón og hann gat
ekki fengist við ritstörf lengur. Koma hér á eftir
menn þeir, er hann getur um: