Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 103
ALMANAK 1917
97
að brjóta og sá í. pað voru lög hjá þeim þá, að
gripir allir skyldu ganga lausir, en akrar friðaðir.
Frá því fyrsta, er Jónas hafði uppskeru af landi
sínu, leigði hann út akurinn og vinnu-uxa sína, en
vann sjálfur út við heyskap, uppskeruvinnu og
þreskingu. Lærði hann þá að stýra gufuvél við
þreskingu. Árið 1910 bygði hann íbúðarhús úr
timbri á landi sínu; fjós og kornhlöðu var hann bú-
inn að byggja áður. 21. marz 1912 kvæntist hann
Rannveigu Stefaníu Árnadóttur Sigurðssonar, keypti
síðan búsáhöfn og 3 hesta, og settist að með konuna
í húsi sínu og vinnur sjálfur landið.
Páll Tómasson flutti fyrst alfarinn á land það,
er hann erfði eftir Jóhann frænda sinn, haustið
1907. Árið næsta áður kvæntist hann Guðnýju
ólafsdóttur bónda í Morden-bygð, Kristjánssonar
bónda í Kelduhverfi, Guðmundssonar. pau hjón
hafa eignast 4 börn, þegar þetta er ritað, 2 drengi
og 2 stúlkur. Páll er búinn að brjóta upp þvínær
alt land sitt og byggja veglegt íbúðarhús með se-
mentssteypukjallara undir. Hann lét bora til vatns
nokkuð á annað hundrað fet; kom þá nægilegt vatn.
Kostaði sú vinna með umbúningi öllum um 200 doll-
ara. peir bræður keyptu sectionar-fjórðung, er
liggur skamt fyrir austan þá, og hafa brotið þar um
50 ekrur.
Jón og Axel Ágústssynir — Ágúst faðir þeirra
bræðra, Jóns og Axels, sem nefndir eru í næsta
kafla á undan, er Jónasson, Egilssonar bónda á
Bakka í Öxnadal, Tómassonar bónda á Bægisá, Eg-
ilssonar bónda á Hjálmsstöðum í Eyjafirði. Móðir
Ágústs hét Elín Guðmundsdóttir. Egill á Bakka
átti mörg börn. Dætur hans voru Helgur tvær,
mæður þeirra Sigtryggs kafteins Jónassonar og B.
L. Baldwinsonar, fyrrum ritstjóra Heimskringlu.