Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 104
98
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Ágúst Jónasson kvongaðist 1877 Björgu Guðnadótt-
ur frápverbrekku í Öxnadal, Jónssonar frá Skriðu-
landi í Reykjahverfi í pingeyjarsýslu. Ágúst og
Björg bjuggu seinast á íslandi að pverá í öxnadal.
Til Ameríu fóru þau sumarið 1887 og settust að í
Garðar-bygð hjá bróður Bjargar, Jóni Bergmann.
Ágúst tók heimilisréttarland þar í bygð og bjó þar
12 ár. Árið 1899 flutti hann búferlum norður til
Manitoba og seldi landið suður frá, en tók aftur
heimilisréttarland í Morden-nýlendunni og bjó á
því í sjö ár. — Börn þeirra hjóna eru: Axel Guðni,
Jón Egill, og Ingibjörg; hún er gift Vigfúsi Magn-
ússyni, ættuðum úr Sagafirði; búa þau á landi, er
þau keyptu nokkuð fyrir austan Birkilæk. Eftir
að þeir bræður festu sér heimilisréttarlönd þar
norðvestur, var Jón heima hjá foreldrum sínum á
veturna, sáði á vorin í akurinn, sem þeir voru búnir
að rækta þar, fór svo norðvestur og vann þar fram
að kornskurðartíma; þá fór hann austur aftur, sló
akurinn, sá um þreskingu og flutti kornið til mark-
aðar, en Axel hafði umsjá yfir öllu, sem þeir áttu
norðvestur. Haustið 1906 seldu þeir feðgar land
Ágústar í Morden-nýlendunni og fluttu alla búslóð-
ina, dautt og lifandi, norðvestur, bygðu hús með
hallþaki til að búa í fyrst í stað. Nú eru þeir bræð-
ur búnir að brjóta upp í akur heimilisréttarlönd sín
og hafa keypt í félagi %-section fast við land Vig-
fúsar mágs þeirra, og hafa þegar brotið mikið þar.
Jón hefir bygt gott íbúðarhús á landi sínu ogfjós
með heylofti. Axel hefir og bygt íbúðarhús og
fjós á sínu landi. Brunn grófu þeir og þurftu ekki
djúpt að grafa, er þeir fengu gott vatn. Báðir eru
þeir bræður ókvongaðir. Stóð móðir þeirra fyrir bú-
verkum innan húss þar til hún lézt í ágúst 1913.
pess má geta um Axel, að hann ólst upp hjá afa