Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Blaðsíða 105
ALMANAK 1917
99
sínum Guðna, er þá var fluttur búferlum vestur í
Skagafjörð, og er hann var fullorðinn, gekk hann
tvo vetur á búnaðarskóla á Hólum og útskrifaðist
þaðan með göðum vitnisburði. Hann kom til Ame-
ríku árið 1900 og settist að hjá foreldrum sínum.
Axel er bókfróður maður og á mikið af bókum.
pórður Árnason. — Sigurður hét maður, Eiríks-
son, Sigurðssonar Ljettis. Hann bjó alllengi í
Fagradal í Breiðdal í Suður-Múlasýslu á fslandi og
þar dó hann árið 1856. Kvinna Eiríks, móðir Sig-
urðar, hét Rannveig Árnadóttir, bónda í Berufirði,
Jónssonar prests að Hálsi í Hvammsfirði, Gissurs-
sonar. Kvinna Jóns prests, móðir Árna, hét póra.
Hún var alsystir séra Sigurðar prests að Heydölum
í Breiðdal, Sveinssonar frá Svínafelli í Skaptafells-
sýslu, Jónssonar, Einarssonar. Kvinna Sigurðar
Eiríkssonar hét Elísabet Árnadóttir, Steingríms-
sonar frá Hlíð í Lóni í Skaptafellssýslu. Kvinna
Árna Steingrímssonar, móðir Elísabetar, hét Lísi-
bet Bessadóttir, hafnsögumanns og hreppstjóra á
Berufjarðarströnd, Sighvatssonar. Bessi var mik-
ilhæfur bóndi á sinni tíð; hann var þríkvongaður og
átti mörg böm. Seinasta kona hans hét Katrín,
ættuð af Langanesi. Hún var móðir Lísibetar.
Öllum börnum sínum kom Bessi vel fram; á hans
búskaparárum gekk yfir hallærið, er stafaði af
Skaptáreldinum 1783. Út af Bessa er kominn fjöl-
mennur ættbálkur.
Sigurður Eiríksson var maður fríður sýnum;
hafði ljóst hár og skegg, hár vexti, skorti 2 þuml. á
3 álnir danskar, herðamikill og hinn karlmannleg-
asti á velli. Hann þótti lögfróður. Sóttu menn
oft ráð til hans, er einhvem vanda bar að; þótti
hann ómjúkur og harður í orðum við alla þá, er
beita vildu slægð og undirferli, eða hafa í frammi