Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Side 106
100
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
rangsleitni; hann var maður hreinskilinn og ein-
arður. Sigurður var atorkumaður og búhöldur
góður; búnaðist þeim hjónum vel frá fyrsta til sein-
asta. Kona hans Elísabet var nokkuru hærri en
meðalkvenmaður, nokkuð gildvaxin og holdug, fríð
kona álits, einkum voru augun fögur; hárið var ekki
mikið, skolbrúnt að lit, en fór vel. Hún var vel
viti borin, glaðlynd og fróð um margt. pau hjón
áttu fimm börn, er náðu fullorðins aldri: Rannveig
elzt; hún er dáin. Dóttir hennar er Elísabet kona
Friðriks Wathnes kaupmanns á Seyðisfirði. Eirík-
ur, druknaði um tvítugt. Daníel, góður maður og
vinsæll, gerðist bóndi; hann er lifandi enn, er þetta
er ritað, kominn yfir áttrætt. Árni Gestur, hann
sigldi til Kaumannahafnar og lærði þar beykisiðn,
og er hann kom heim til fslands aftur settist hann
að á Seyðisfirði og var þar til æfiloka. Fyrstu árin
þar stundaði hann iðn sína, en á seinni árum stund-
aði hann mest húsasmíði. Gestur var fjölhæfur
smiður og vandvirkur. Dó í ágúst 1911.
Árni Sigurðsson er fæddur 16. apríl 1839. Árið
1863 gerðist hann sýsluskrifari hjá dönskum sýslu-
manni, er hafði aðsetur á Eskifirði, og var hjá hon-
um tvö ár; þá fór hann til Túliníusar kaupmanns á
Eskifirði og var bókhaldari við verzlun hans um 3
ár; þá keypti hann veitingahús á Vopnafirði og
giftist þar um haustið Í868, Kristjönu Soffíu Stef-
ánsdóttur frá Akureýri. Hún er fædd 12.. janúar
1838. Foreldrar hennar voru Stefán Vigfússon, er
lengi bjó á Barði við Akureyri, og kona hans Guðrún
Gísladóttir, bónda í Eyjafirði. Árna græddist fé
nokkurt á veitingahúsinu; þó seldi hann það eftir
4 ár, keypti bús-áhöfn, fékk jörð til ábúðar og gerð-
ist bóndi. Bjuggu þau hjón 17 ár í Vopnafirði.
Börn eignuðust þau 5, er náðu fullorðinsaldri og