Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 108
102
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Gekk ferðin vel alla leið til Winnipeg; þaðan fóru
þau tafarlaust til Dakota og settust að nálægt Akra
pósthúsi. pegar fyrsta veturinn tók Árni heimil-
isrétt á landi einu, seinasta landinu er hægt var að
fá með heimilisrétti þar um slóðir. Bjuggu þau
hjón 7 ár á landinu. pórður og Gunnlaugur voru
oft heima hjá föður sínum og hjálpuðu honum að
brjóta í akur, höggva skóginn og ryðja. pess á
milli unnu þeir hjá öðrum. Á þeim árum lærði
pórður að stjórna gufukatli við þreskingu. Árið
1899 seldi Árni þetta land og flutti búferlum norður
til Manitoba. Hann nam þar land og Gunnlaugur
annað. pórður fylgdist með þeim og var hann oft-
ast hjá foreldrum sínum bæði til að byggja, ryðja
skóg, er þar var mikill, og brjóta. Árið 1902 keypti
pórður land þar í grend og kvæntist ungfrú Sigur-
rós Tómasdóttur, bónda þar í bygð. Bjuggu þau
þrjú ár á landi þessu. peir mágar, Páll Tómasson
og pórður, keyptu um þær mundir þreskivél; þresktu
þeir á hverju hausti og gerðu mikla þreskingu. Á
þessu tímabili tók að byggjast fyrir alvöru Vanta-
bygðin í Saskatchewan-fylkinu. Streymdi fólk
þangað hvaðanæfa. Var látið mikið af landkostum
þar og landrými. pá fluttu þangað og námu þar
lönd þeir félagar Jónas Tómasson og Ágústssynir,
Jón og Axel. pórður seldi þá land sitt og flutti
vestur í marzmánuði 1906, með alt það hann átti,
dautt og lifandi. Hann nam land í Sect. 24, Tsp.
33, Range . . fyrirvestan 2 hádegisbaug; það er
skamt fyrir sunnan Litla Quill vatn. Fyrsta sum-
arið hafði pórður aðsetur hjá Jónasi mági sínum
og leigði af honum akurblett hans og það er til var
brotið á Páls landi. Fékk þórður góða uppskeru
um haustið. Eftir sáningu braut hann á sínu landi
10 ekrur, flutti að byggingar-logga og heyjaði.