Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 110
] 04
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
reisulegt fjós með heylofti yfir, en veggir undir
loft er úr cementssteypu. pau hjón hafa eignast
4 börn, 2 drengi og 2 stúlkur.
Stefán, Sigurður, Jón og Sigbjörn Arngríms-
synir. — Arngrímur faðir þeirra bræðra var sonur
Arngríms Jónssonar, er lengi bjó í Tunguseli á
Langanesi, og seinni konu hans Guðrúnar Eiríks-
dóttur. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum þar til
hann gat sjálfur unnið fyrir sér. Á efri árum sín-
tim fluttu þau hjón austur í Vopnafjörð að Áslaug-
arstöðum; voru þar í tvíbýli fá ár, og fóru svo norð-
ur á Langanes aftur; Arngrímur yngri fór þá aust-
ur í Fljótsdalshérað og var vinnumaður þar í nokkr-
unvstöðum þar til hann kvæntist porbjörgu Magn-
úsdóttur bónda á Kálfhóli í Eiðaþinghá, Jónssonar,
Oddssonar. porbjörg ólst upp hjá föðursystur
sinni Sigríði og manni hennar Hans Jakobssyni
bónda á Gunnlaugsstöðum í Skógum í Suður-Múla-
sýslu. pau Arngrímur og porbjörg byrjuðu bú-
skap í Finnstaðaseli í Eiðaþinghá, 1875, og bjuggu
þar sjálfstæðu búi þar til vorið 1882; þá seldu þau
bú sitt, dautt og lifandi, og fluttu vestur um haf til
Ameríku; lentu í Duluth í Minnesota og dvöldu þar
eitt ár; þar fæddist Jón sonur þeirra. Næsta ár
fóru þau til Pembina í Norður Dakota; þá tók Arn-
grímur heimilisréttarland á hálfum sectionar-fjórð-
ungi í Garðar-bygð, og fluttu þau hjón þangað vorið
1885; þar bjuggu þau þar til Arngrímur dó 1896.
Ekkjan hélt áfrám búskap með börnum sínum 5:
Stefáni, Sigurði, Jóni, Sigbirni og Soffíu. Tvö af
þeim voru kornung er faðir þeirra féll frá. Árið
1905 og 1906 tóku þau sig upp og futtu búferlum
norðvestur í Vatnabygð, en seldu landið suður frá.
Sigurður nam land skamt fyrir vestan þar sem
Elfros-bær er nú. Rennur Birkilækur gegn um land