Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Page 111
ALMANAK 1917
105
hans í alldjúpu gili, og er skógur allmikill fram með
læknum; bygði hann íbúðarhús á bakkanum vestan
læksins. Var móðir hans þar hjá honum með
Soffíu fyrsta árið.—Jón nam land lengra norður og
vestur í Sect. 18, Tsp. 33, Range 14, og bygði
þar íveruhús.—Stefán og Sigbjörn námu austur-
helminginn af Sect. 24, Tsp. 33. Bygðu þeir þar
loggakofa með torfþaki til að búa í og fjós allstórt
úr torfi eingöngu. Nú, er þetta er skráð, hafa þeir
bygt íbúðarhús dágott úr timbri, 2 kornhlöður og
fjós. Árið 1908 keyptu þeir bræður þrír (ekki Sig-
urður) þreskivél. Hafa þeir þreskt á hverju hausti
síðan og gert allmikla vinnu, en ekki munu þeir
hafa grætt á því svo miklu nemi. Sumarið 1910
fór Sigurður suðúr til Montana í landskoðunarferð;
tók hann þar héimilisrétt á landi einu og annar mað-
ur úr Vatnabygð, Áskell Brandsson. Fluttu þeir
svo þangao. Sigurður kvæntist um það bil Höllu
systurdóttur Bjarna Péturssonar frá Rangárlóni í
Norður-Múlasýslu; hann býr vestur við haf, í
Blaine. Sigurður leigir út land sitt, er hann á hér.
—Jón kvæntist 1910 Sigríði Magnúsdóttur Melstað
bónda í Garðar-bygð. Stefán kvæntist 1911 Mar-
gréti porsteinsdóttur bónda að Brekku í Hróars-
tungu í Norður-Múlasýslu á íslandi og seinni konu
hans pórunnar.
porbjörg Magnúsdóttir, móðir þeirra Arn-
grímssona, andaðist haustið 1912.
Guðvaldur Jónsson og Eymundur sonur hans.
—Guðvaldur er ættaður úr Axarfirði í pingeyjar-
sýslu. Faðir hans var Jón Pétursson, er bjó í Sand-
fellshaga í Axarfirði, allan sinn búskap, porsteins-
sonar. pótti hann með gildustu bændum á sínum
tíma. Kona hans, móðir Guðvalds, hét Guðrún
Einarsdóttir, bónda í Klifshaga í Axarfirði, Hrólfs-