Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 112
106
ÓLAFUK S. THORGEIRSSON:
sonar. Kona Guðvaldar Jónssonar er Kristín por-
grímsdóttir, bónda á Hámundarstöðum í Vopna-
firði Péturssonar á Hákonarstöðum á Jökuldal í
Norður-Múlasýslu,.Péturssonar, Péturssonar, Sveins-
sonar, Filippussonar. pessir Pétrar þrír í röð
bjuggu allir hver eftir annan á Hákonarstöðum og
Pétur 'bróðir porgríms sá fjórði. Sonur hans var
Pétur Jökull, þjóðkunnur hagleiksmaður og vel að
sér um margt. Bjó hann nokkur ár einnig á Há-
konarstöðum, fór síðan til Ameríku og settist að í
íslendingabygðinni í Minnesota, nú dáinn. Kona
porgríms bónda á Hámundarstöðum, móðir Krist-
ínar, hét Sigríður Árnadóttir, bónda í Húsey í Hró-
arstungu, Stefánssonar Schevings prests að Prest-
hólum. Kona Árna bónda hét Kristín Guðmunds-
dóttir bónda í Húsey, Filippussonar.
Guðvaldur og Kristín giftust á Hámundarstöð-
um sumarið 1868 og bjuggu þar rausnarbúi í 20 ár.
Var alment við brugðið gestrisni þeirra hjóna, höfð-
ingsskap og alúð við alla jafnt, ríka sem snauða.
Árið 1888 seldi Guðvaldur jörð sína og bú og réðist
til Ameríkuferðar með alla s;na fjölskyldu, sjö böm,
systur sína og fleira venzlafólk þeirra hjóna. Lán-
a"ði hann nokkrum fargjald, en “Hálfdánar-heimt-
ur” urðu á sumu af þeim peningum eftir að vestur
kom. Fyrsta árið í Ameríku voru þau til húsa hjá
Árna Árnasyni, bróðursyni Kristínar, er nú býr við
Hensel, N.-Dak. Næsta vor fluttu þau á land, er
Guðvaldur tók með heimilisrétti land það er í Akra-
bygð á Sandhæðunum svonefndu sunnan Tunguár
í N.-Dak. Landið er ákaflega sendið og jarðvegur
ófrjór. Auk þess var landið því nær alt viði vaxið
og því ákaflega ervitt að vinna það í akur. Á land
þetta fluttu þau eftir ársdvöl hjá Árna. Fyrst
bvgði Guðvaldur torfkofa og refti yfir. f kofanum