Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 113
ALMANAK 1917
107
lifðu þau með skyldulið sitt 2 eða 3 ár, þá reisti
hann timburhús með lofti, gott og allstórt nokkru
seinna bygði hann einnig timburfjós. Á Sandhæð-
unum bjó Guðvaldur í 10 ár. Græddist honum þar
fé nokkurt þó ervitt væri margt. Hann hreinsaði
og braut í akur allmikið af landinu og fékk upp-
skeru nokkra einkum seinustu árin. Hann sjálfur
og eldri sonur hans unnu að þreskingu á hverju
hausti. Elztu stúlkur þeirra unnu og út, þó ungar
væru; voru þær stundum í vistum langtímum sam-
an. Drógust þannig saman nokkrir peningar að
heimilinu, er brúkaðir voru til að byggja það upp
og auka bústofninn. Héldust þar í hendur ráðdeild
og atorka Guðvalds, þrifnaður og reglusemi Krist-
ínar. Gestrisnin var hin sama og áður, enda var
þar sjaldan gestalaust. Svo hefir það verið einlægt
og verður meðan þau ráða húsum.
Böm þeirra hjóna eru öll fædd á Hámundar-
stöðum. 1. Sigríður elzt, hún er gift Jóni Hall-
grímssyni frá Vakursstöðum í Vopnafirði; búa þau
í Roseau-bygð í Minnesota. 2. Guðjón; hann á
norska konu; rekur verzlun fyrir eigin reikning suð-
ur í Iowa í Bandaríkjunum. 3. Sigurveig, ógift;
hefir hún unnið út svo að kalla stöðugt síðan hún
var unglingur, dvalið að eins tíma og tíma heima.
4. Stefanía Hallfríður, gift enskum manni. er rekur
verzlun í Grandview. 5. Elín, gift Haraldi Bjöms-
syni Einarssonar frá Brú á Jökuldal; búa þau að
Kristnes pósthúsi í Vatnabygð. 6. Björg, gift
Sveini lögfræðingi Björnssyni frá Selstöðum í Seyð-
isfirði; búa þau í Seattle-borg. 7. Sigþrúður, ógift
heima, og 8. Eymundur.
Einar Jónsson, bróðir Guðvalds, bjó 4 ár á Há-
mundarstöðum eftir burtför bróður síns; árið 1892