Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 115
ALMANAK 1917
109
húsið stóð á. Seinna bygðu þeir útihús bæði yfir
hesta, nautgripi og sauðfé. parna bjuggu þeir í
8 ár. Á öndverðu þessu tímabili réðist Guðjón til
verzlunarmanns eins í Badger og vann hjá honum
mörg ár. par kvæntist hann norskri stúlku, sem
fyr er sagt. Og á þessum árum giftist Elín Har-
aldi Björnssyni, sem áður er ritað. Fljótt kom það
í ljós, að ekki mundu íslendingar, er voru allmargir
búnir að nema þar lönd, verða mosavaxnir í Roseau.
Kostir eru nokkrir og góðir þar sem víðar, t.d. slæj-
ur svo að segja óþrjótandi, grasið oftast mikið og
gott, skamt til skógar og því auðvelt að aíla sér
byggingarefnis og eldiviðar. par er og sögunar-
mylna, er sagar fyrir þá, er þess beiðast fyrir sann-
gjarna borgun. Fiskveiði er og nokkur í ánni. En
til ókosta má telja: Landið liggur lágt og er illa
fallið til akuryrkju. Áin flæðir yfir oft í leysingum
á vorin og enda oftar þegar stórregn koma, er þá
mjög ilt og stundum ófært yfirferðar; afar langt er
til jámbrautar og þvínær ókleift að selja afurðir
búanna. Löndin eru í lágu verði, og ekki hægt að
fá lán gegn veði í þeim nema lítilsháttar. Að vísu
brutu sumir þar spildur nokkrar og sáðu höfrum;
sum árin varð uppskera engin sökum vatnsaga, en
aftur sum árin fékst þó nokkuð. Landar fóru því
smátt og smátt að tínast burtu, fóru flestir norð-
vestur í Vatnabygðina í Saskatchewan, er þá var
sem óðast að byggjast. Fór mikið orð af því hvað
hér væri mikið landrými og landkostir stórmiklir.
Eymundur Guðvaldsson var einn af þeim, er fýsti
burt. Árið 1906 lagði hann af stað norðvestur til
Vatnabygðar til að skoða landið. Hitti hann þar
Harald mág sinn og föður hans; voru þeir seztir að
á heimilisréttarlöndum er þeir höfðu numið. Ey-
mundur fór allvíða um og festi sér land skamt fyrir