Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Síða 116
110
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
austan Birkilæk, eina mílu beint norður af þorpinii
Elfros, er þar reis upp um leið og járnbraut var
lögð. f þessari sömu section hafði hann augastað á
landi handa Guðvaldi föður sínum, svo þegar hann
var kominn heim aftur úr langferð þessari, fór
Guðvaldur þegar vestur og festi sér þetta land.
Horna þau saman, lönd þeirra feðga; liggja þau
bæði nokkuð hátt og hafa gefið góða uppskeru.
Vorið eftir, 1907, seldu þeir eða víxluðu löndum sín-
um í Roseau, tóku sig upp og fluttu nær alla sína
búslóð og allmikið af söguðum borðvið, fyrst norð-
ur til Winnipeg og þaðan norðvestur til Vatnabygð-
ar. Eymundur bygði þegar um sumarið veglegt og
vandað íbúðarhús á sínu landi, og hefir fjölskyldan
búið í því síðan. Fjós bygðu þeir sama sumarið
með torfveggjum, nægilega stórt fyrir alla þeirra
nautgripi og hesta. Á landi Guðvalds bygðu þeir
einnig rúmmikið og gott loggahús. Síðan hefir
Eymundur bygt mikið: komhlöðu, tvö fjós með
þrumuleiðara, íshús, mjólkurhús og kornhlöðu á
landi föður síns.
pegar þetta er ritað, 1913, er búið að brjóta í
akur méginið af báðum löndunum; er öll sú vinna
gerð af hinni mestu snild. Vírgirðingu hefir Ey-
mundur einnig sett kring um land sitt alt.
Einar Jónsson, bróðir Guðvalds, sá er fyr er frá
sagt, tók land árið 1909 með ráði bróður síns og
frænda, þó blindur sé; liggur það landnám nálægt
Haraldi Björnssyni. Hjálpuðust þeir Haraldur og
Eymundur að því að vinna þar hina lögákveðnu
skylduvinnu gegn borgun í uppskerunni. Hús var
og bygt á því landi og það inngirt. Hafði Einar
aðsetur þar stundum ásamt dóttur sinni. — Ey-
mundur kvæntist haustið 1911 Ingibjörgu Eiríks-
dóttur frá Winnipeg, Sumarliðasonar. Móðir henn-