Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1917, Side 127
ALMANAIv 1917
121
ton-riki, sem heitir Tumwater, og er nú orSinn blindur.
Til Vesturheims mun hann ltafa komiS áriö 1884, og settist
að í litla þorpinu í Norður-Dakota, sent kent er við Garðar
ísvafarsson, þann er forðum fann ísland. Þegar hann kom
vestur, átti hann þegar langa og söguríka æfi að baki. Hann
hafði verið víðförulli utan íslands flestum öðrum, hafði
ferðast um Norðurlönd og verið þar á ýmsum stöðum lang-
dvölum. Hann haföi safnað ntikilli þekkingu og kunnáttu
bæði i smíðum, jarðrækt og fiskiveiðum, og verið sannur
frömuður allra framfara, hvar sem hann náði til á ættjörð-
inni. Um þetta var honunt manna bezt sýnt. Hagleiks-
ntaður hefir hann alla æfi verið með afbrigðum, sannur
völundur i alls konar sntíða greinum, og einn þeirra manna,
sem á alt lagði gjörva hönd. Auk þess var jarðrækt og
hvers konar nýjar umbætur og tilraunir í þeirri grein, eftir-
læti hans. Hann reyndi þar ýmislegt, sem aðrir menn létu
sér ekki hugkvæmast, og hepnaðist oft ágætlega. Eftir að
hann hafði náð sv'o háum aldri, að flestir eru seztir i helgan
stein og hættir að hugsa og starfa, hafði hann aldintrjáa
rækt fyrir stafni, sem þótti svo aðdáanleg, þarna í Eden
aldinaræktarinnar á Kyrrahafsströndinni, að Luther Bur-
bank-félagið, sem frægst er í Bandaríkjum, veitti trjárækt-
arstörfum hans eftirtekt, gerði hann að heiðursfélaga og
sæmdi verðlaunum. En þá var sjón hans að bila, svo þessi
starfsami hagleiksmaður, sem sí-starfandi liefir verið alla
æfi, með hugann fullan af alls konar tJmbóta hugsjónum á
ótal sviðum, varð að leggja verkfærin frá sér og setjast að,
eftlr sitt langa dagsverk. Hann á ágæta og umhyggjusama
konu, Helgu Kristjánsdóttur að nafni, sem hefir verið hon-
um traustasta meðhjálp og borið velferð hans og sæmd, fyrir
brjósti seint og snernma, nieð frábærum dugnaði og ástúð.
Börn hans eru hin mannvænlegustu, sum heima, yngsti son-
urinn með frábærar gáfur við nám og fullorðin dóttir, sem
er ágætlega mentuð kenslukona, — sum gift og búandi í ná-
grenninu, svo það er ekki íáment kring-um þenna prúða
öldung. Ber fjölskyldan öll dæmafáa lotningu fyrir honum,
eins og hann líka á margfaldlega skilið. Sumarliði hefir á-
valt verið maður með höfðingslund, prúðmenni h:ð mesta í
umeængii’ <r- 4 mannamótum, skýrleiksmaður hinn mesti og